16.1.2009 | 16:07
Leikur á sunnudag, frí á laugardag
Leikur á sunnudag við Val á Hlíðarenda. Byrjum að spila 10:30 og ættum að vera að klára svona rétt rúmlega 12:00.
Spilað verður á 2 völlum allan tímann í ca. 90 mínútur með mjög örum skiptingum og breytingum. Aðeins örlítið breytt fyrirkomulag frá sem við eigum að venjast en engu að síður ágætis tilbreyting. Ég útskýri þetta svo allt saman betur þegar þið mætið.
Þeir sem eiga að mæta í síðasta lagi kl. 10:10 eru:
Þórir | Arnór | |
Albert | Axel | |
Anton | Ástráður | |
Ari | Ástþór | |
Bergþór | Björn Ingi | |
Bjarni | Jóhann | |
Dagur | Jón Kaldalóns | |
Guðmundur Óli | Karl Kvaran | |
Helgi | Kjartan | |
Mikael | Kristján | |
Theodór | Rökkvi | |
Valtýr | Sigurður | |
Sigurður B | ||
Sveinn Þór |
Þeir sem eiga að mæta í síðasta lagi kl. 10:30 eru:
Theo | Ari | |
Agnar | Breki Jóels | |
Andri | Breki Þór | |
Bjarki | Fannar | |
Denis | Gabriel | |
Egill | Grétar | |
Eiríkur | Guðmundur | |
Eyjólfur | Gunnar Orri | |
Gunnar Trausti | Jón Karl | |
Jón Tryggvi | Markús | |
Leifur | Ólafur Haukur | |
Óli | Sveinn Máni | |
Tómas | ||
Troels | ||
Ýmir |
Við höfum ekki aðgang að klefa þannig að þið þurfið að mæta klæddir og muna að klæða sig eftir veðri og vera með einhver hlý föt með ykkur til að nota í upphitun og á meðan þið eruð ekki að spila.
Búningar fyrir þá sem þurfa verða úti á velli.
MUNIÐ EINNIG AÐ ÞAÐ ER EKKI
ÆFING Á MORGUN !
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.1.2009 | 08:32
Engin æfing á laugardag
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2008 | 19:35
Leikfræði 7 manna liðs (2-3-1)
Markvörður
Varnarlega: Stýrir varnarleik liðsins með markvissum skipunum þar sem hann hefur bestu yfirsýnina yfir völlinn. Segir mönnum til um dekkningar og staðsetningar. Staðsetur sig vel og grípur inn í leikinn þegar fyrirgjafir og markskot koma á markið og lætur þá vel í sér heyra svo enginn vafi leiki á hver taki boltann. Stjórnar varnarvegg, völdun svæða og dekkningu í hornspyrnum og öðrum föstum leikatriðum.
Sóknarlega: Ýtir liðinu framar á völlinn þegar boltinn vinnst og færir sig um leið út að vítateigslínu eða þar um bil og virkar í raun sem aftasti varnarmaður ef löng sending kemur fram.
Er fyrsti liðurinn í sóknaruppbyggingu með því að koma boltanum í leik með kasti eða spyrnu ef við á. Fyrsti kostur er þó alltaf að spila stutt á lausan samherja. Þá er markmaðurinn duglegur að bjóða sig í spil ef þarf.
Varnarmenn
Varnarlega: Annar varnarmannanna dekkar sóknarmann andstæðinganna og á meðan er hinn varnarmaðurinn í svokallaðri skálínu á bak við hann og veitir þannig völdun. Mikilvægt er að góð samskipti séu á milli varnarmannanna tveggja um dekkningu og völdun og síðan milli varnarmanna og markmanns um sömu atriði.
Sóknarlega: Þegar markmaður er með boltann draga varnarmennirnir tveir sig út sitthvoru megin við vítateiginn til að fá boltann. Um leið og þeir fá boltann og enginn pressa er á þeim rekja þeir boltann fram völlinn og reyna að finna góðan sendingarkost. Varnarmenn fylgja liðinu fram þegar það sækir og staðsetja þeir sig þá í dekkningu þannig að annar varnarmaður er fyrir aftan sóknarmann andstæðinganna (markmegin) og hinn valdar sendingaleiðina á hann með því að staðsetja sig fyrir framan hann.
Miðjumaður
Varnarlega: Miðjumaður ber ábyrgð á dekkningu miðjumanns andstæðinganna. Þá skal miðjumaður vera tilbúinn að falla í stöðu varnarmanna ef varnarmenn fara upp völlinn. Miðjumaður skal vera tilbúinn að koma í veg fyrir skyndisóknir andstæðinganna með því að hægja á þeim andstæðingi sem er með boltann meðan liðið kemur sér í varnarstöðu.
Sóknarlega: Miðjumaður gegnir mikilvægu hlutverki í því að stýra sóknarleik liðsins. Hans meginhlutverk er að útdeila boltanum á rétta staði og skipta boltanum á milli kanta. Hann þarf því að vera hreyfanlegur og bjóða sig mikið til að samherjar geti sent á hann. Þá skal miðjumaður vera vakandi fyrir því að hlaupa framhjáhlaup og búa þannig til stöðuna tveir á einn.
Kantmenn
Varnarlega: Kantmenn bera ábyrgð á dekkningu kantmanna andstæðinganna. Þegar andstæðingarnir hafa boltann á hinum kantinum skulu þeir færa sig inn á völlinn en þó mega þeir ekki missa sjónar á sínum manni sem þeir skulu valda allan tímann. Ef boltinn færist svo aftur yfir skulu þeir aftur færa sig nær sínum manni og dekka hann á ný. Kantmenn þurfa að vera sterkir varnarlega í stöðunni einn á einn og er lykilatriðið þar að vera á tánum í vörninni og standa rétt (ekki standa flatt heldur á ská). Með því að standa á ská eiga þeir að vísa mótherjanum inn á völlinn en ekki upp með hliðarlínunni.Sóknarlega: Þegar liðið sækir eiga kantmenn að halda góðri breidd með því að draga sig vel út í hliðarlínur. Þeir skulu vera vakandi fyrir því að stinga sér á bakvið varnir andstæðinganna og opnir fyrir þríhyrningaspili. Er þeir nálgast endamörk skulu kantmenn vera óhræddir við að plata varnarmenn andstæðinganna í stöðunni einn á einn og koma boltanum síðan fyrir markið. Þá skulu kantmenn koma inn í teiginn þegar fyrirgjöf kemur af hinum kantinum.
Framherji
Varnarlega: Framherji er fyrsti varnarmaður liðsins þegar bolti tapast og er mikilvægt að hann átti sig á því. Hann þarf venjulega að loka á tvo varnarmenn andstæðinganna og skal því að öllu jöfnu ekki dekka þá heldur valda þá og loka fyrir sendingar þeirra. Ef varnarmaður andstæðinganna kemst í vandræði skal framherji setja stífa pressu á hann með það að markmiði að vinna boltann af honum. Þá skal framherji vera tilbúinn að fylla stöður annarra samherja sinna tímabundið ef þarf (t.d. ef miðjumaður missir boltann upp við endalínu andstæðinganna).
Sóknarlega: Framherji skal vera duglegur að bjóða sig bæði á móti boltanum og upp í hornin svo samherjar hans geta spilað á hann og fengið boltann jafnvel aftur. Þá skal hann vera óhræddur við að reyna að koma sér í skotstöðu með því að plata andstæðingana. Framherji skal fylgja öllum marktilraunum inn sama hversu líklegar eða ólíklegar þær virðast vera í fyrstu.
Almenn atriði sem eiga við um alla:
- Allir eru varnarmenn.
- Allir eru sóknarmenn.
- Sjá mann og bolta þegar dekkað er. Passa sig að stara ekki bara annaðhvort bara á boltann eða manninn þegar dekkað er. Alltaf verður að sjá bæði mann og bolta. Þetta gerum við með því að staðsetja okkur rétt í dekkningunni og vera einbeittir.
- Liðið skal færa sig sem ein heild varnar- og sóknarlega. Þegar andstæðingarnir eru með boltann skal liðið færa sig sem ein heild bæði fram, aftur og til hliðanna. Þegar við vinnum boltann fylgja allir með í stað þess að standa kyrrir og vera áhorfendur inni á vellinum.
- Í stöðunni 1 á 1. Varast að standa flatir heldur vera á tánum og vísa sóknarmanninum í aðra áttina með því að standa á ská. Horfa á boltann og gera árás á réttum tíma.
- Rekja boltann með þeirri löpp sem er lengra frá varnarmanninum.
- Nota bæði hægri og vinstri löppina eftir því sem við á bæði í skotum og sendingum. Muna að æfingin skapar meistarann.
- Hvetja félagana á jákvæðan hátt og stýra þeim með markvissum skilaboðum.
- Bera virðingu fyrir samherjum, andstæðingum, dómurum og öðrum sem koma að leiknum.
- Eyðum allri okkar orku og einbeitingu í að spila sem best en ekki í tuð við dómara.
- Mæta vel undirbúnir til leiks bæði andlega og líkamlega.
Þetta eru almenn atriði sem eiga við um leik á 7 manna velli. Ef allir leikmenn eru samstíga í að fylgja kerfinu getum við spilað sem lið og gerir það einstaklingnum einnig auðveldara með að standa sig vel. Því er mikilvægt að þekkja sitt eigið hlutverk í liðinu og ekki síður hlutverk meðspilaranna, sama hvaða stöðu leikið er hverju sinni.
© Halldór Árnason 5. flokkur KR 2009
Íþróttir | Breytt 18.9.2013 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2008 | 23:13
27.des
Yngra árið mætir á jólamótið í Egilshöll á laugardaginn kl. 8:30 og eldra árið kl. 11:00. Liðin verða tilkynnt þegar þið mætið. Við höfum það svona til að að reyna að hafa jafnmarga í öllum liðum.
Sjáumst hressir á laugardaginn og gleðileg jól !
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.12.2008 | 00:23
Reglur 5. flokks KR
1. Leikmenn eru stundvísir, mæta a.m.k. 5 mínútum fyrir æfingar og 5 mínútum fyrir boðaðan tíma í leiki til að þeir séu örugglega mættir á réttum tíma.
2. Leikmenn eru jákvæðir og í góðu skapi á æfingum og í leikjum því að fótbolti er áhugamál og okkur finnst gaman í fótbolta.
3. Leikmenn leggja sig 100% fram á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik.
4. Leikmenn fara í einu og öllu eftir því sem þjálfari segir. Þegar þjálfari talar hafa leikmenn hljóð og hlusta vel á allt sem hann hefur að segja.
5. Leikmenn bera virðingu fyrir samherjum sínum, hvort sem er á æfingu, í leik, í skólanum eða annars staðar. Allir leikmenn flokksins eru félagar innan vallar og utan og hegða sér samkvæmt því.
6. Leikmann koma fram við dómara og andstæðinga af virðingu. Leikmenn mótmæla aldrei úrskurði dómara og gera ekki lítið úr andstæðingum.
7. Leikmenn kunna að sigra og tapa. Við tökum sigrum með hóflegri gleði og töpum með jafnaðargeði.
8. Leikmenn ganga vel um íþróttahús og annað svæði KR og hlýða alltaf húsvörðum og öðrum starfsmönnum félagsins.
9. Leikmenn bera virðingu fyrir KR búningnum og skila honum samanbrotnum í búningatösku eftir leiki.
10. Leikmenn gera sér grein fyrir að KR er rótgróið félag og þegar þeir klæðast KR búningum eru þeir ekki einungis að spila fyrir sjálfa sig heldur allan þann fjölda fólks sem hefur síðan 1899 lagt sitt af mörkum til að gera KR að því félagi sem það er í dag.
Íþróttir | Breytt 10.10.2010 kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 22:23
Jólamót KRR
Jólamót KRR verður haldið í Egilshöll þann 27. desember. Leikið er á hálfan völl í 7 manna liðum og er leiktíminn 1 x 12 mínútur. Yngra árið leikur frá kl. 9:00 - 11:30 og eldra árið frá 11:30 - 14:00.
Hvor árgangur skipar þrjú lið en þar sem yngra árið er aðeins fjölmennara gætu mögulega einhverjir leikmenn af yngra ári leikið með því eldra til að jafna fjöldann í liðunum. Öll lið leika fjóra leiki.
26.11.2008 | 20:48
Mæting á föstudag
Við spilum við Breiðablik í Fífunni á föstudaginn. Fífan er á Breiðablikssvæðinu, við Kópavogsvöll.
Þeir sem eiga búning koma með hann, aðrir fá hann hjá okkur. Mikilvægt er að allir mæti á réttum tíma og þeir sem ekki komast VERÐA að láta vita. Ég reikna með einum skiptimanni í hvert lið og til að dæmið gangi upp þarf ég að vita af öllum forföllum með fyrirvara.
Kl. 15:40 mæta eftirtaldir og spila kl. 16:00.
Ástþór, Jóhann, Kjartan, Kristján, Nói, Sigurður Bjartmar, Sindri, Rökkvi, Fannar, Grétar, Jón Karl, Karvel, Guðmundur, Ari, Ástráður, Jón Kaldalóns, Markús, Ýmir, Breki Þór, Gabriel, Gunnar Orri, Karl Kvaran, Ólafur Haukur, Sveinn Máni, Troels.
Kl. 16:40 mæta eftirtaldir og spila kl. 17:00
Andri, Dagur, Egill, Eiríkur, Gunnar Trausti, Ólafur Óskar, Theodór Árnason, Valtýr, Alexander, Arnór, Axel, Björn Ingi, Breki Jóels, Sigurður Ingvars, Sveinn Þór, Tómas, Theodór Árni.
Kl. 17:40 mæta eftirtaldir og spila kl. 18:00
Svanberg, Albert, Anton, Ari, Bjarki, Eyjólfur, Helgi, Mikael, Þórir, Agnar, Bergþór, Bjarni, Denis, Guðmundur Óli, Jón Tryggvi, Leifur
Þið þurfið ekkert að vera að spá í liðin. Blikarnir eru fjölmennir og við þurfum að fækka í liðum og breyta aðeins til.
Hver hópur eru 2-3 lið. Þetta kemur allt betur í ljós á föstudaginn.
Gott er að hringja ykkur saman í bíla tímanlega.
Æfingin á morgun er svo á sínum stað og tíma.
Ef einhver gleymist látið vita.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
25.11.2008 | 18:26
Æfingaleikur við Breiðablik
Breiðablik voru að bjóða okkur til sín í Fífuna á föstudaginn næsta að spila við þá æfingaleik. Það er ekki hægt að segja nei við að fá leik við toppaðstæður á þessum árstíma og því mætir allur hópurinn á föstudaginn og fá allir að spila mikið.
Ég set inn nánari upplýsingar um mætingu og annað á morgun og/eða fimmtudaginn en við höfum tíma í Fífunni á milli 4 og 7. Það mun samt enginn vera allan tímann.
Mikilvægt að allir mæti á æfingu á fimmtudaginn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.11.2008 | 17:36
Laugardagur
Leikur við FH á laugardag. Byrjum 9 og verðum til 11. Mæting 10-15 mín fyrir leik, látum það duga svona snemma morguns.
Kl. 9 spila:
Agnar | Bjarni | |
Albert | Egill | |
Anton | Jón Tryggvi | |
Ari | Denis | |
Bjarki | Eiríkur | |
Eyjólfur | Gunnar Trausti | |
Helgi | Þórir | |
Mikael | Leifur | |
Svanberg | Guðmundur Óli | |
Theodór | Ólafur Óskar | |
Andri |
Kl. 9:40 spila:
Valtýr | Ástráður | |
Dagur | Fannar | |
Arnór | Jón Karl | |
Axel | Karvel | |
Breki Jóels | Ari | |
Sveinn Þór | Guðmundur | |
Sigurður Ingv. | Markús | |
Tómas | Grétar | |
Alexander | Breki Þór | |
Björn Ingi |
Kl. 10:20 spila:
Ástþór | Gabriel | |
Jóhann | Gunnar Orri | |
Kjartan | Jakob Birgis | |
Kristján | Jón Kaldalóns | |
Rökkvi | Karl Kvaran | |
Nói | Ólafur Haukur | |
Sigurður Bj. | Sveinn Máni | |
Sindri | Troels | |
Ýmir |
Þeir sem eiga KR búning mæta með hann. Aðrir fá treyjur hjá okkur. Muna að klæða sig eftir veðri!
Ef það eru einhverjir sem komast ekki verða þeir að láta vita. Getið kommentað hér, sent tölvupóst, sms eða hringt.
Ef það er einhver sem hefur gleymst, látið vita!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.11.2008 | 15:04
Æfingaleikur á laugardaginn
Æfingaleikur við FH á laugardaginn útí KR.
Við verðum með 6 lið. Tvö lið spila kl. 9:00, tvö kl. 9:40 og tvö kl. 10:20. Mæting hjá öllum liðum 15 mín. fyrir leik. Lipskipan kemur hér inná bloggið eftir æfingu á fimmtudaginn. Öll forföll þarf að tilkynna fyrir þann tíma. Ég veit af MB 11 ára mótinu í körfu.
Það hafa 34 skilað upplýsingablaði og því næstum helmingur sem á eftir að skila. Það þarf að gera það strax. Þið getið náð í blaðið hér á síðunnu aðeins neðar eða fengið það hjá mér á æfingu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)