16.3.2010 | 22:41
Framhaldið
Nú er Reykjavíkurmótið komið á fulla ferð og hafa allir spilað nokkra leiki. Nóg af leikjum verða um næstu helgi en D2 liðið leikur gegn Fram kl. 9:50 á laugardagsmorgun og á sunnudeginum leika öll liðin gegn Fjölni. A og C spila kl. 16:50, B og C2 kl. 17:40 og D og D2 kl. 18:30.
Ástæðan fyrir því hversu seint leikirnir eru á sunnudaginn er sú að það er bæði handboltamót og körfuboltamót hjá eldra árinu fyrr um daginn.
Gengið í Reykjavíkurmótinu hefur verið virkilega gott til þessa en samtals höfum við spilað 21 leik, unnið 20 og gert eitt jafntefli.
Þið eigið allir hrós skilið fyrir góða frammistöðu og hafa menn mætt virkilega vel stemdir og tilbúnir í leikina og uppskeran eftir því. Einnig hefur mæting á æfingar verið mjög góð og lítið um að menn missi af æfingum. Sérstaklega aðdáunarvert er hversu vel var mætt í því vonda veðri sem var í febrúar en það skipti ekki máli hversu vont veðrið var - aldrei vorum við færri en 40 á æfingu.
En það má ekkert slaka á heldur viljum við gefa í og bæta okkur enn frekar. Því vil ég hvetja alla til að halda áfram að vera duglegir að mæta og leggja sig fram á öllum æfingum. Einnig er mjög mikilvægt að þið æfið ykkur aukalega heima utan æfinga. Sérstaklega er gott að æfa sendingar, móttökur og knattrak og þarf ekki mikið pláss til þess - bara garðinn heima eða skólalóðina.
Mjög gott að æfa sig að halda á lofti!
Athugasemdir
Ari Ó kemst ekki þar sem hann er að leika Óliver kl. 19 og þarf að vera mættur kl. 17.30 upp í Þjóðleikhús. Bömmer.
Ari Ólafsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 11:10
Ég kem ekki á æfingu í dag, er veikur. Get ekki heldur spilað á sunnudaginn því ég er að fara í fermingarveislu.
Sveinn Máni (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 12:19
Tómas Mar kemst ekki á æfingu í dag.
Tómas (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.