Sunnudagur 2. maí

Sunnudaginn 2. maí spilum við síðustu leikina okkar í Reykjavíkurmótinu (D2 á þó inni frestaðan leik við Þrótt)  Leikið verður gegn Fjölni 2 á KR-velli.  Aðeins 4 lið leika en við breytum aðeins fyrirkomulaginu hjá okkur til að sem flestir geti fengið að spila.

Staðan í mótinu hjá okkur er þessi:

A-lið. Er í 1. sæti eins og stendur, 3 stigum á undan Fjölni og hefur lokið sínum leikjum þar sem að Fjölnir 2 er ekki með A-lið.  Fjölnir og Þróttur eiga leik á sunnudaginn og ef Fjölnir tapar stigum er titillinn okkar. Ef Fjölnir vinnur verður kastað upp peningi til að skera úr um hvort liðið verður Reykjavíkurmeistari, KR eða Fjölnir.

B-lið. Situr sem fastast í 3. sæti, hafa aðeins tapað 2 leikjum og stefna að 7. sigrinum í 9 leikjum með sigri á Fjölni 2

C-lið. Er í 1.-2. sæti ásamt Fjölni 2 og munu liðin því leika hreinan úrslitaleik á sunnudaginn.  Ljúki leiknum með jafntefli mun hlutkesti ráða úrslitum.

C2-lið. Hefur heilt yfir verið okkar sterkasta lið í mótinu til þessa. Með fullt hús stiga og einungis eitt mark fengið á sig. C2-liðið hefur þegar tryggt sér Reykjavíkurmeistaratitilinn en ætlar sér auðvitað sigur á sunnudaginn.  13 leikmenn eru boðaðir í leikinn þar sem að markmaður spilar allar 40 mínúturnar en hinir 12 skipta á milli sín sitthvorum hálfleiknum.

D-lið. Er í 1. sæti fyrir leik sunnudagsins en verður að sigra til að tryggja sér sigur í mótinu.  Með sigri getur Fjölnir 2 tryggt samherjum sínum í Fjölni sigur í mótinu og munu því koma vel einbeittir til leiks.  Sama gildir um okkur, nú skiptir einbeitingin öllu máli.

D2-lið. Hefur sýnt góðan leik og frábæra baráttu í mótinu til þessa og er eins og stendur í 4. sæti.  Liðið hefur þegar leikið gegn Fjölni 2 en á eftir að leika gegn Þrótti og vona ég að það finnist tímasetning fyrir þann leik sem fyrst. Með sigri gegn Þrótti og heppilegum úrslitum í öðrum leikjum getur liðið náð 3. sætinu.

En þeir sem leika gegn Fjölni 2 á sunnudaginn eru:

 

B-lið
 
Mæting 15:20
Leikur 16:00
 
Ástráður Leó Birgisson (F)
Sölvi Björnsson (M)
Askur Jóhannsson
Ástbjörn Þórðarson
Gabríel Hrannar Eyjólfsson
Guðmundur Andri Tryggvason
Leifur Þorsteinsson
Markús Pálmason
Mías Ólafarson
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson

C-lið
Mæting 16:10
Leikur 16:50
 
Fannar Skúli Birgisson (F)
Guðmundur Emil Jóhannsson (M)
Breki Jóelsson
Grétar Hrafn Guðnason
Jón Kaldalóns Björnsson 
Jón Karl Einarsson
Sigurður Ingvarsson
Tómas Mar Sandberg Birgisson 
Troels Andri Kjartansson
Tumi Steinn Rúnarsson

C2-lið
Mæting 15:20
Leikur 16:00
 
Fyrri hálfleikur:
 
Breki Brimar Ólafsson (M)
Karl Kvaran (F)
Ari Ólafsson 
Magnús Sveinn Sigursteinsson
Einar Húnfjörð Kárason
Sveinn Máni Jónsson
Sveinn Þór Sigþórsson
 
Seinni hálfleikur
 
Breki Brimar Ólafsson (M)
Aron Björn Leifsson
Atli Már Eyjólfsson
Breki Þór Borgarsson
Gústaf Darrason
Karvel Schram

Ólafur Haukur Kristinsson

 

D-lið
Mæting 16:10
Leikur 16:50
 
Gunnar Orri Jensson (F)
Andrés Ísak Hlynsson
Arnar Már Heimisson
Bergur Máni Skúlason
Gabríel Camilo Gunnlaugsson
Gabríel Gísli Haraldsson
Hringur Ingvarsson
Kjartan Franklín Magnús
Lars Oliver Sveinsson
Patrekur Þór Þormar Ægisson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju keppi ég ekki senni hálfleik ?!

Einar H (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 19:13

2 identicon

Lesdtu það sem að stendur !

. (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband