7.7.2010 | 22:09
Vestmannaeyjar
Planið er þannig að við mætum útí KR ekki seinna en 9:30 á sunnudagsmorgun. Þaðan verður farið í rútu til Þorlákshafnar og leggur Herjólfur af stað kl 12:00. Áætlaður komutími í Vestmannaeyjum er um 15:00 og þá verður farið með farangurinn í skátaheimilið í Vestmannaeyjum þar sem við munum gista. Skátaheimilið er í göngufæri við höfnina og mælt er með því að strákarnir séu ekki með meiri farangur en það að þeir geti borið hann í sirka 10 mínútur.
Það sem eftir líður dags á sunnudeginum verðum við í afslöppun og horfum meðal annars á úrslitaleikinn á HM. Á mánudeginum spilum við svo við ÍBV og byrja fyrstu leikir 12:30 en síðustu leikjum á að ljúka um 15:00. Herjólfur fer svo frá Eyjum kl. 16:00 og kl. 19:00 bíður okkur rúta í Þorlákshöfn sem fer með okkur útí KR.
Einhver kostnaður verður við ferðina og koma nánari upplýsingar um það á morgun.
Athugasemdir
Ég kemst ekki með. Gangi ykkur vel. Áfram KR!
Atli Már (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 23:25
kemst ekki er að fara eignast litla systur
patti (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.