Olísmótið o.fl.

Póstur sem sendur var á foreldra:

Skráningarrestur á Olísmótið hefur verið framlengdur til mánudags.  Á mánudagsmorgun sendi ég út liðaskipanir og í kjölfarið þurfa foreldrar að tala sig saman og skipa liðsstjóra fyrir hvert lið. Einnig eru einhverjir sem þurfa að taka á sig að vera í matarnefnd. Það verður ekki haldinn fundur fyrir mótið og þarf fólk því að nota tölvupóstinn eða símann til að græja þessi mál.

Á mánudag verður einnig gefið upp endanlegt verð á mótið og bið ég um að fylgst sé með tölvupóstinum og bloggsíðunni á mánudag til að hægt sé að klára að greiða strax inná reikningsnúmer sem mun fylgja með í póstinum.

Allar upplýsingar um mótið er annars hægt að finna inná www.olismot.is

Fimmtudaginn 5. ágúst fer fram leikur KR og Stjörnunnar í meistaraflokki á KR-velli kl. 19:15.  Áður en leikurinn hefst göngum við 5. flokkur inná völlinn og verða strákarnir heiðraðir fyrir góðan árangur á N1 mótinu Akureyri. Mæting er í andyri KR kl. 18:45 og þurfa strákarnir að vera í KR treyju (við verðum með treyju fyrir þá sem ekki eiga).  Þeir sem eru með bikara frá því á Akureyri koma með þá fyrir leikinn í síðasta lagi en helst á æfingu á þriðjudaginn.

Annars óska ég öllum góðrar helgar og sendi nánari upplýsingar á mánudag.

Kveðja,
Dóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mías ætlar á mótið er ég nokkuð of sein að skrá hann?

ólöf (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 18:39

2 identicon

Ég er kominn heim og ætla að mæta á mótið.

Bubbi

Bubbi (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 21:03

3 identicon

ég kem á mótið

Lars Óliver (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 18:10

4 identicon

Nei það verður gert ráð fyrir Míasi á mótið. Hjörvar.

Hjörvar (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 19:06

5 identicon

Eg er i ferðalagi með fjölskyldunni, gangi ykkur vel.

Gabriel Hrannar

gabriel (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband