Verkefnin framundan

Til að rifja upp það sem kom fram á foreldrafundi í haust þá fylgja hér upplýsingar um þau verkefni sem framundan eru hjá flokknum.

Reykjavíkurmótið hefst 26. febrúar og er spilað reglulega fram á vor. Leikirnir eru yfirleitt um helgar en vegna árekstra við handbolta og körfubolta verður erfitt að setja fram tímasetningar á leikjum með fyrirfara. Það er hægt að skoða leikjaplan inni á ksi.is en ég geri ráð fyrir að tímasetningar eigi eftir að breytast þó nokkuð frá því sem þar kemur fram. Þetta eru 6-9 leikir á hvert lið.

Íslandsmótið hefst svo í lok maí/byrjun júní og heldur áfram fram á haust. Spilað er reglulega yfir sumarið en frí hefur verið frá miðjum júlí og fram í aðra viku í ágúst. Í Íslandsmótinu eru um 8-10 leikir á lið og svo fleiri á þau lið sem komast í úrslitakeppni.

N1 mótið á Akureyri fer fram 29. júní-2. júlí. Nánari upplýsingar um mótið og skráning fer fram í mars. Fundur verður svo haldinn þegar nær dregur. 8 leikir á lið.

Olísmótið á Selfossi fer fram helgina eftir verslunarmannahelgi og stendur yfir föstudag til sunnudags. 7-8 leikir á lið.

Þessar upplýsingar voru einnig sendar í tölvupósti og þeir sem ekki hafa fengið tölvupóst þurfa að láta mig vita þannig að ég geti bætt þeim á póstlistann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband