4.2.2011 | 13:38
Aukaæfingar
Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að þeir sem ná langt í íþróttum eru þeir sem leggja harðast af sér og æfa aukalega.
Nýjustu dæmin eru leikmenn U-21 landsliðs Íslands í knattspyrnu sem hafa margir líst því í fjölmiðlum hvernig þeir æfðu mikið aukalega í yngri flokkum.
Í meðfylgjandi skjali fylgir safn af æfingum sem leikmenn geta gert sjálfir, utan æfingatíma. Bæði er hægt að gera þær hver fyrir sig en einnig með félaga eða félögum.
Við þjálfararnir viljum biðja ykkur um að fara út og æfa sjálfir a.m.k. einu sinni í viku og nota æfingar af listanum. Æfa í 60-90 mínútur í senn.
Skjalið er hægt að ná í hér fyrir neðan.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Athugasemdir
er veikur kemst ekki á æfingu
egill Gauti Jónsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.