12.12.2012 | 15:40
Jólafrí - 15. desember til 3. janúar
Sæl kæru foreldrar pg leikmenn.
Núna þegar það fer að styttast í jólin kemur að jólafríi í fótboltanum. Jólafríið í fótboltanum verður frá 15. desember til 3. janúar. Því eru tvær æfingar eftir fyrir jólafrí, á morgun fimmtudag og svo föstudaginn 14. desember. Fyrsta æfing á nýju ári 2013 verður því fimmtudaginn 4. janúar.
Við þjálfararnir eru mjög ánægðir með það sem við höfum séð til strákana núna fyrir jól, sjáum stöðugar framfarir á æfingum og drengirnir búnir að standa sig frábærlega í þeim leikjum sem við höfum spilað. Við hlökkum mikið til þeirra verkefna sem bíða okkar eftir áramót. Við erum búnir að skrá okkur á Njarðvíkurmótið sem verður haldið í Reykjaneshöllinni sunnudaginn 27 jánúar, Reykjavíkurmótið hefst svo í kringum lok febrúar byrjun mars og svo er spurning hvort það sé áhugi að fara á Goðamótið á Akureyri 15-17. febrúar. Þegar búin að fá svar frá nokkrum hvort það sé áhugi fyrir að fara á það mót, því vil ég biðja ykkur foreldra um að senda okkur tölvupóst á netfangið okkar, 5flokkurkr@gmail.com hvort það sé áhugi hjá ykkur að fara eða ekki.
Að lokum viljum við óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári 2013.
Með jólakveðju, Haukur Már og Atli.
Athugasemdir
Kemst ekki á æfingu í dag, þarf að fara í klippingu
Orri Snær (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.