6.11.2013 | 11:12
Dósasöfnun - taka tvö
Nú ætlum við að láta verða af dósasöfnuninni.
Við ætlum að hittast hjá Hrefnu og Agli (foreldrum Tristans), Granaskjóli 80, klukkan 18:00. Strákunum verður skipt í hópa og þeir sendir í ákveðnar götur til að safna dósum. Allir hittast svo aftur kl 20:00 í Granaskjólinu.
Þar sem Sorpa lokar áður en við hættum þá ætla Hrefna og Egill að geyma dósirnar í bílskúrnum hjá sér en það væri frábært ef einhver á stóran bíl og gæti tekið þær daginn eftir og farið með þær í Sorpu.
Þeir sem mæta fá hlut í fjáröfluninni, 1 hlut fyrir hvern dreng og 1 hlut fyrir hvern sem mætir með þeim.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
KR-kveðja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.