17.11.2013 | 22:42
Dósasöfnun í desember
Dósasöfnunin sem fór fram 6 nóvember síðastliðin gekk vonum framar
Drengirnar voru einstaklega duglegir og áhugasamir og fylltu bílskúrinn af dósum þrátt fyrir að hafa einungis farið í nokkrar götur. Foreldrar sem mættu stóðu sig einnig mjög vel við að flokka í poka, sækja dósir og aðstoða almennt.
Þar sem þetta gekk svona vel voru allir sem mættu sammála að drífa í þessu aftur fyrir jólin, stór hluti af vesturbænum er enn eftir t.d. Skerjafjörðurinn og svæði í kringum Vesturbæjarskóla og Melaskóla.
Takið frá miðvikudaginn 11. desember frá 18:10 til 20:00.
Sama fyrirkomulag verður og síðast
KR-kveðja frá fjáröflunarnefnd
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.