Dósasöfnun sunnudaginn 5.janúar 2014, kl. 15-17

GLEÐILEGT ÁR Smile

Nú er komið að næstu dósasöfnun 5.fl.karla – sunnudaginn 5.janúar 2014, kl. 15:00-17:00.

Það verður sama fyrirkomulag og síðast svo þeir sem mæta fá hlut í fjáröfluninni, 1 hlut fyrir hvern dreng og 1 hlut fyrir einn fullorðinn sem mætir með þeim.

Við ætlum að hittast aftur hjá Hrefnu og Agli (foreldrum Tristans), Granaskjóli 80, klukkan 15:00, sunnudaginn 5.janúar.

Strákunum verður skipt í hópa og þeir sendir í ákveðnar götur til að safna dósum. Við héldum okkur almennt við Grandana síðast en munum núna fara í Skerjafjörðinn og hinu megin Hringbrautar.

Það er mjög gott ef þeir strákar sem eiga síma geta tekið þá með sér. Það var einn sími í hverjum hóp síðast og þá gátu þeir hringt og látið sækja dósir til sín og haldið áfram.

Hrefna og Egill ætla að geyma dósirnar í bílskúrnum hjá sér og svo verður farið með þær í Sorpu eftir helgina.

KR-kveðja frá fjáröflunarnefnd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband