Breytingar á æfingum hjá 5.flokki

Nú stendur til að breyta eilítið fyrirkomulagi á þjálfuninni og æfingum hjá 5.fl karla í KR, frá og með þriðjudeginum 4.mars.

Hópaskiptingin fyrir þriðjudaga er neðst í þessari færslu.

- Þriðjudagar verða hópaskiptir. Hópur 2 mætir 17:15 og Hópur 1 mætir 18:15

- Miðvikudagar verða eins nema eldra árið (2002) á að mæta 16:45 (korteri fyrr en verið hefur)

- Föstudaga verða allir saman í 90 mínútur, allir mæta 15:00

- Laugardagar verða eins og þeir hafa verið en héðan í frá verða oft leikir á laugardögum, endilega kíkið inn á heimasíðu KSÍ og sjáið Reykjavíkurmót hjá 5.fl.kk

Þetta er gert með það fyrir augum að allir fái knattspyrnuleg verkefni við hæfi. Félagslega ætti þetta ekki að hafa of mikil áhrif þar sem þeir eru enn með sínum jafnöldrum að einhverju leyti og vonum að þetta komi einungis til með að gera strákunum gott.

Með þessu, viljum við einnig koma á mun sterkara sambandi milli árganga þar sem okkur þjálfurum finnst alltof mikið bil á milli þessara hópa og viljum styrkja þá sem liðsfélaga fyrir komandi ár í KR. Einnig er þetta gert þar sem við veljum í lið óháð aldri og mun það verða stefna KR á næstkomandi árum og þar af leiðandi mikilvægt að við náum að æfa saman sem flokkur, ekki sem árgangar.

Á þessu ári mun KR gera drög að handbók fyrir foreldra, hvað varðar þjálfunina og foreldrastarf. Með þessu er verið að leitast eftir því að gera starfið mun betra og markvissara sem mun vonandi koma öllum KR-ingum til góða.

Vonum að þið sýnið þessu skilning og styðjið þetta nýja fyrirkomulag, þar sem það er einungis hugsað sem betri gæði á þjálfun fyrir börnin ykkar :)

Kær kveðja Þjálfarar

 

Hópur 1

Ísak Örn, Þorri Blær, Sindri Júlíusson, Eiður, Valdimar,  Sigurpáll, Andri Finnsson, Borgþór Örn, Róbert Logi, Breki Hrafn, Arnaldur, Skírnir Freyr, Árni Eyþórs, Markús Loki, Jóhannes, Haraldur Ingi, Aron Nói, Tómas Zoega, Einar Zoega, Gunnar Zoega, Einar Björn, Jakub Kuczynski, Tristan Elí, Breki, Helgi Níels, Jökull Bjarkason, Daníel Snær, Kristján Ingi, Hringur, Ólafur Snorri, Ólafur Atlason, Kári, Ísak Elí, Valur Yngvi, Kormákur,  Bjartur Máni, Snorri Bjarkason

Hópur 2

Dagbjartur Óli, Tryggvi Jökull, Aron Bjarki, Birkir Blær, Ísar, Sindri Thor, Magnús Nói, Grímur, Brian, Magnús Óskar, Sindri, Styrkár Jökull, Jökull Ari, Ari Páll, Arnar Logi, Gylfi Páll, Matthew Lewis, Kristján Dagur, Kristján Örn, Matthías, Friðrik Kári, Jakub, Sindri D., Björn Ingi, Ómar, Tómas Schalck, Magnús Máni, Andri Rafn, Jón, Héðinn, Halldór, Egill Andri, Daníel, Ólafur Björn, Jósteinn, Kristófer


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband