18.2.2015 | 11:15
Séræfingar dagana 19. og 20. febrúar
Næstkomandi fimmtudag og föstudag, það er 19. og 20. febrúar verða sameiginlegar æfingar fyrir 5. og 6. fl. karla og kvenna á gervigrasi KR. Æfingarnar fara fram kl. 11:00 og eru ein klukkustund.
Yfirþjálfarar deildarinnar, Halldór Árnason og Bojana Besic, verða með æfingarnar ásamt þjálfurum flokkanna. Hvetjum við þá sem eru í bænum í vetrarfríinu að nýta þessar æfingar og við sjáum vonandi sem flesta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.