Fjáröflun

Kæru foreldrar,

Eins og flest ykkar vita fer 5. flokkur drengja bæði eldra og yngra ár á eitt stórmót en það er N1-mótið sem haldið er á Akureyri 1-4. júli 2015. Heildarkostnaður vegna mótsins fyrir hvern dreng hefur verið kringum 25.000 kr. og reiknað með samskonar kostnaði þetta árið. Til viðbótar er svo ýmis aukakonstaður sem fylgir fótboltaiðkun eins og við þekkjum flest, skór, fatnaður og fl. og er tilvalið að reyna að safna eins og hægt er og reyna að hafa upp í þessi útgjöld sem fylgja. Allar frekari upplýsingar um N1-mótið verða að sjálfsögðu sendar þegar nær dregur. Við viljum benda foreldrum á mikilvægi þess að huga að gistimálum tímanlega það er tjaldsvæði á Akureyri eins og flestir vita en þeir sem ætla sér ekki að gista í tjaldi þurfa að byrja að spá í þessa hluti.

En þá er komið að erindinu og það er fjáröflun. Dósasöfnun í nóvember gekk mjög vel. Við stefnum á aðra slíka í kringum páska. Nú er hins vegar komið að WC pappírs sölu. Fólk tekur þátt ef það nennir eða langar, enginn skylda að taka þátt og hver safnar fyrir sig. Það er hins vegar hægt að „þéna“ vel ef fólk nennir að standa í þessu.

Fyrirkomulagið verður svona: Sölutímabil er 20. febrúar til 1. mars. Mikilvægt er að fylgja eftirfarnadi leiðbeiningum og dagsetningum;

  • Selja vörur til ættingja, vina, nágranna eða bara þeirra sem ykkur dettur í hug muna að sölutímabilið er frá 20. febrúar til 1. mars.
  • Senda póst að kvöldi 2. mars á netfang flokksins 5flokkurkr@gmail.com með fjölda pakkninga, WC, lúxus pappír eða eldhúsrúllur. Hægt er og mjög gott að notast við meðfylgjandi exelskjal til hægðarauka fyrir alla.
  • Greiða inn á uppgefinn reikning 311-13-456 kt. 270378-5529 heildarfjárhæð fyrir söluna ATH greiða bara kostnaðarverð halda ágóðanum eftir.
  • ATH Það verða bara pantaðar greiddar vörur og fer pöntun af stað frá okkur til söluaðila stax eftir að sölutímabili lýkur.
  • Sækja vörur út í KR þegar þær koma sennilega í kringum 5. Mars nk. (upplýsingar verða sendar) og keyra út til vina og vandamanna sem hafa keypt vörur.
  • Ótrúlega einfalt og skemmtilegt ;)

 

Þetta verður í boði og þið seljið á söluverði og greiðið fyrir kosnaðarverð í lok sölutímabils.

 

Kostn. Verð

Sölu verð

 

1. Eldhúsrúllur hvítar 15 rúllur – hálfskorin blöð (24m)

2.100

3.500

 

2. WC hvítur 48 rúllurl (24m)

1.900

3.000

 

3. Lúxus WC pappír, 3ja laga 36 rúllur (26m.)

2.800

4.000

 

 

ATH Það verða bara pantaðar greiddar vörur ;)

Ef eitthvað er óljóst ekki hika við að senda okkur línu. Bestu kveðjur og gangi ykkur vel.

Kveðja frá fulltrúum foreldra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband