3. sæti í Futsal

5. flokkur KR tók um helgina þátt í úrslitakeppni Íslandsmótisins innanhúss en í ár var í fyrsta skiptið á Íslandi leikið eftir Futsal reglum sem notaðar eru víða um heim.


Við lékum í riðli með Leiftri, Vestfjörum og Gróttu en í hinum riðlinum voru Breiðablik, Keflavík, Sindri og ÍBV.  Tvo efstu liðin í hvorum riðli komust svo í undanúrslit.


Fyrstu tveir leikirnir sem voru gegn Vestfjörðum og Leiftri þróuðust mjög svipað, strákarnir spiluðu góða vörn og gáfu fá færi á sér en áttu hinsvegar í vandræðum með að skora enda Futsal boltarnir oft erfiðir við að eiga.  Markatalan eftir tvo leiki því 0:0 og 2 stig komin í hús.  Síðasta leikurinn í riðlinum var svo gegn Gróttu sem höfðu unnið báða sína leiki og voru því komnir áfram en ljóst var að við þyrftum sigur til að komast í undanúrslitin.


Leikurinn við Gróttu byrjaði svo líkt og hinir tveir - fá marktækifæri og bæði lið spiluðu góðan varnarleik.  Staðan 0:0 í hálfleik og ljóst að við þyrftum a.m.k. eitt mark. Því varð lögð meiri áhersla á sóknarleikinn þegar leið á seinni hálfleikinn og uppskárum við mark 3 mínútum fyrir leikslok þegar Tómas skoraði laglega framhjá markmanni Gróttu.  Eftir þetta fengum við fleiri færi til að bæta við mörkum en lokatölur 1:0 og ljóst var að við myndum mæta Breiðablik í undanúrslitum en þeir höfðu unnið alla sína leiki til þessa.


Undanúsltaleikurinn gegn Breiðablik byrjaði svo illa.  Við lentum 1:0 undir strax í byrjun og fljótlega bættu þeir við öðru marki.  Eftir það virtist svo að við værum vaknaðir og byrjuðum að spila fínan fótbolta - sköpuðum okkur nokkur færi en mörkin létu enn á sér standa. Lokatölur 2:0 fyrir Breiðablik sem endaði svo á að vinna mótið taplausir eftir 2:0 sigur á Gróttu í úrslitaleik.


Síðasti leikur okkar í mótinu og jafnframt sá allra besti var svo gegn Keflavík í leik um 3. sætið.
Svo virðist sem losað hafi verið um eitthvað smá stress eftir leikinn við Breiðablik og gegn Keflavík var spilamennskan mjög góð - menn voru tilbúnir að taka boltann niður og spila honum vel á milli sín auk þess sem að allir sýndu frábæra baráttu. 
Þetta skilaði sér í góðum 3:1 sigri og 3. sæti í Íslandsmótinu innanhúss 2008 af þeim 30 liðum sem tóku þátt í þessu fyrsta Futsal móti 5. flokks. 


Mörk KR í mótinu skoruðu þeir Tómas 2, Júlí og Albert en auk þeirra léku Leifur, Orri, Tryggvi, Eyjólfur, Anton, Bjarki, Elías, Viðar og Baldvin.


IMG_0384


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kemst ekki á æfingu í dag, er með hálsbólgu

Jón Kristinn

Jón Kristinn (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:14

2 identicon

Kemst ekki á æfingu í dag er að fara til tannlæknis

Egill Á. (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:33

3 identicon

hæ ég er veikur og með hálsbólgu  og kemst ekki á æfingu kv.sindri GEIR

sindri geir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:53

4 identicon

hæ sorry að ég mæti ekki á æfingu í dag er veikur og er að ná heilsu mæti vonati á laugardag

sindri geir (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 18:38

5 identicon

Komst ekki á æfingu í dag vegna þess að mér er illt í fætinum

Bjarni (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:29

6 identicon

kemst ekki á æfingu á morgun því að ég er að fara á handboltamót

jón kristinn (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 18:51

7 identicon

Hæj. kemst ekki á æfingu á sunnudaginn er að fara keppa í handbolta

Helgi (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 23:24

8 identicon

hæ eg kemst ekki a laugardag 23 feb vegna þess að það er verið að skira systir mina

bertinn15 (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 09:09

9 identicon

Kemst ekki á æfinguna á laugardaginn. Er að keppa í körfubolta

Bjarni (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 12:00

10 identicon

Ég kemst ekki á æfingu í dag laugardag

Ég er að fara í afmæli

Svanberg (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 12:25

11 identicon

Ég komst ekki á æfingu í dag vegna þess að ég var á körfuboltamóti

Egill Á. (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 17:07

12 identicon

var veikur á laugard dagin

sindri geir (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband