26.3.2008 | 18:36
Leikir um helgina
Reykjavíkurmótið hefst núna 29. mars og eigum við fimm leiki um helgina - 4 á laugardaginn gegn Val og 1 á sunnudaginn gegn Þrótti.
Á laugardaginn er fyrsti leikur kl. 15:00 og er mæting í síðasta lagi 14:30. Eftirtaldir mæta:
Leifur, Tómas, Orri, Anton, Viðar, Tryggvi, Elías, Baldvin, Albert og Júlí.
Kl. 15:20 er mæting hjá næsta liði og spila þeir kl. 15:50. Þeir sem mæta eru:
Jón Kristinn, Helgi, Pétur, Ari, Heiðar, Egill Þór, Siggi S, Jón Gunnar, Eyjólfur og Bjarki.
Þriðji leikurinn er kl. 16:40 og mæting 16:10. Þar mæta:
Svanberg, Þórir, Theodór, Ólafur Óskar, Sindri, Andri Pétur, Teitur, Bergþór og Bjarni.
Síðasti leikurinn á laugardaginn er svo kl. 17:30. Mæting 17:00. Eftirtaldir mæta:
Theadór Árni, Björn Ingi, Þorfinnur, Guðmundur, Gunnar Trausti, Egill Á, Eiríkur, Egill Snær og Alex.
Þeir sem nefndir hafa verið hér að ofan mæta á settum tíma uppí Egilshöll í Grafarvogi.
Kl. 11:40 á sunnudaginn eigum við svo leik gegn Þrótti og er hann spilaður á gervigrasinu í Laugardal. Mæting er kl. 11:10. Þeir sem eiga að mæta eru:
Kristján, Sigurður Bjartmar, Gunnar Steinn, Dagur, Elvar, Siggeir, Dofri, Andri Már, Alexander og Kjartan Reynir.
Allir leikmenn í öllum liðum eiga að mæta með fótboltaskó, svarta sportsokka, legghlífar, svartar stuttbuxur og þeir sem eiga KR búning mega mæta með hann. Aðrir fá treyju hjá okkur. Einnig eigiði að mæta með KR upphitunargalla - hvort sem það er KR-galli, peysa, jakki eða annað.
Eins og fram hefur komið á æfingum þá eru liðin fyrir þennan leik einungis valin fyrir þennan leik. Við munum spila 9 leiki á mótinu og munu liðin riðlast reglulega alla þessa 9 leiki.
Ef það eru einhverjir sem hafa ekki verið taldnir upp í liðin hér að ofan en telja sig eiga heima þar þá hafa þeir samband við okkur með tölvupósti eða í síma.
Athugasemdir
Hæhæ ég kemst ekki á mótið af því aðég er að fara á Manchester United - Aston Villa buhuhuhu
Ari (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:51
Ég kem á mótið

K.v Tómas
Tómas (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:29
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er þetta ekki heillt mót heldur einungis einn leikur á lið. Hinir 8 leikirnir í Reykjavíkurmótinu verða svo spilaðir með jöfn millibili fram á sumar.
Dóri (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 12:08
Ég kem á mótið
En verður æfing á laugardaginn 29. mars ?
Alex Máni (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:37
Nei engin æfing.
Dóri (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.