16.6.2008 | 18:38
Myndir og dagatöl
Nú eru tilbúin myndirnar og dagatölin frá myndatökunni í vor.
Dagatölin sem innihalda myndir af öllum flokkum KR notum við sem fjáröflunarleið. Stykkið af dagatölum kostar 500 kr. og getum við selt það á 1000 eða 1500 kr. Því er um að gera að vera duglegir að selja. Þeir sem hafa áhuga á að selja dagatöl geta fengið þau hjá okkur á æfingu á fimmtudag og föstudag.
Einnig eru tilbúnar myndamöppurnar þar sem hver og einn getur keypt möppu með einstaklingsmynd og mynd af flokknum.
Liðsmynd og einstaklingsmynd kostar 1.500 kr.
Minni útgáfa af einstaklingsmyndinni er líka fáanleg á 1.000 kr, 4 (passa)myndir á einni örk til að gefa ömmu, afa, mömmu og pabba í veskið.Pantanir skal senda á haa1@hi.is fyrir 20. júní og taka þá fram fjölda á liðsmynd+einstaklingi og passamynda.
Taka þarf fram nafn einstaklings og flokk, yngri eða eldri.
Athugasemdir
Er ekki lengur hægt að fá dagatöl?
Alexander (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.