7.6.2009 | 18:39
Áheitabolti
Ágætu foreldrar,
Nk. fimmtudag 11. júní munu strákarnir okkar spila áheitabolta til styrktar ferð sinni til Akureyrar á N1 mótið í júlí. Spilaður verður innanhússfótbolti í nokkrum sölum frá kl. 17-22 um kvöldið. Gert verður hlé á boltanum milli kl. 19 og 20, en þá verða strákunum gefnar pizzur og gos til að næra sig.
Áheitaboltinn endar svo á því að við foreldrar skiptum liði og keppum okkar á milli!!
Í tölvupósti sem var sendur á foreldrahópinn er meðfylgjandi skjal með bréfi sem strákarnir geta fyllt út þegar þeir safna áheitunum, en óskiptur ágóðinn fer í þeirra eigin vasa. (ath þar er röng dagsetning)
Mikilvægt er að drengirnir mæti með 700 kr. svo hægt sé að kaupa pizzurnar og gosið.
Vinsamlegast látið vita ef drengurinn ykkar ætlar ekki að taka þátt.
Kær kveðja,
Foreldraráð 5. flokks KR
Athugasemdir
Ari Ólafs mætir galvaskur!
Ari Ólafs (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 17:12
Ég kemst ekki á áheitaleikinn vegna þess að ég verð í skátaútilegu.
Alexander (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.