17.7.2009 | 08:43
Leikjahlé og Olísmót
Eftir leiki gærdagsins verður gert hlé á Íslandsmótinu til 11. ágúst. Það verða þó æfingar áfram samkvæmt æfingatöflu og er mikilvægt að allir haldi áfram að mæta samviskusamlega þrátt fyrir að nokkuð langt sé í næstu leiki.
Helgina 7.- 9. ágúst förum við á Olísmótið á Selfossi þar sem við gistum tvær nætur og tökum þátt í mótinu sem verður nú haldið í 4. skiptið.
Skráning á mótið fer fram á bloggsíðunni og þarf að skrá sig fyrir 1. ágúst.
Verð á mótið er 8.500 kr. en þeir sem fóru á N1-mótið eiga inni smá sjóð og þurfa aðeins að greiða 4.500 kr.
Innifalið í verðinu er:
Morgunverður laugardag og sunnudag
Hádegismatur laugardag
Kvöldverður föstudag og laugardag
Kvöldhressing föstudag og laugardag
Gisting í skólastofu
Bíóferð
Sundlaugarpartý með hljómsveit
Kvöldvaka
Frítt í sund
Gjöf frá Olís
8 stórskemmtilegir fótboltaleikir
Hádegismatur laugardag
Kvöldverður föstudag og laugardag
Kvöldhressing föstudag og laugardag
Gisting í skólastofu
Bíóferð
Sundlaugarpartý með hljómsveit
Kvöldvaka
Frítt í sund
Gjöf frá Olís
8 stórskemmtilegir fótboltaleikir
Matur á milli leikja sem matarnefnd útvegar
Farið verður á einkabílum og hefst mótið kl. 14:00 föstudaginn 7. ágúst.
Ekki verður haldinn fundur fyrir mótið eins og gert var fyrir N1-mótið en bið ég fólk að bjóða sig fram í liðsstjórn, næturvörslu og matarnefnd í gegnum tölvupóst - slíkt er auðvitað nauðsynlegt svo að allt gangi upp.
Heimasíða mótsins er www.olismot.is
Heimasíða mótsins er www.olismot.is
Athugasemdir
Bragi mætir lítið á æfingar á næstunni vegna sumarfrís en ætlar á Ólís mót
Bragi (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.