25.10.2013 | 18:35
Fjáröflun - dósasöfnun
Fyrsta fjáröflunin hjá strákunum verður næsta miðvikudag, 30.október.
Við ætlum að hittast hjá Hrefnu og Agli (foreldrum Tristans), Granaskjóli 80, klukkan 18:00 og vera til u.þ.b. 20:30. Strákunum verður skipt í hópa og þeir sendir í ákveðnar götur til að safna dósum.
Þar sem Sorpa lokar áður en við hættum þá ætla Hrefna og Egill að geyma dósirnar í bílskúrnum hjá sér en það væri frábært ef einhver á stóran bíl og gæti tekið þær daginn eftir og farið með þær í Sorpu.
Þeir sem mæta fá hlut í fjáröfluninni, 1 hlut fyrir hvern dreng og 1 hlut fyrir hvern sem mætir með þeim (það þarf að telja dósirnar og fara með þær í sorpu).
Hlökkum til að sjá sem flesta.
KR-kveðja
p.s.
ef það er einhver sem er ekki að fá tölvupóst frá okkur viljið þá senda okkur línu og við bætum ykkur á póstlistan 5flokkurkr@gmail.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2013 | 21:29
GOÐAMÓT - SKRÁNING
Eins og þið sáuð í fundargerðinni þá var verið að ræða um að fara á Goðamótið ef næg þátttaka næðist.
Goðamótið verður á Akureyri 15.-17.febrúar 2014.
Til að vita hvort næg þátttaka fáist viljum við biðja ykkur að skrá strákana í síðasta lagi 27.október við þessa færslu.
Þá þurfum við að láta vita hvort við komum og þá hversu mörg lið við förum með ef við ákveðum að fara.
KR-kveðja
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
17.10.2013 | 09:10
Fundargerð frá foreldrafundi 15.október
1. Foreldraráð
Rósa kom og kynnti nýskipað foreldra- og unglingaráð. Knattspyrnudeildin tók ákvörðun í haust um stofnun þessa ráðs og fékk í lið með sér fulltrúa foreldra úr hverjum flokki fyrir sig. Ráðinu er skipt í yngri og eldri flokka starf og eru fulltrúar yngri flokka (5, 6, og 7 flokks) þrír. Rósa fór yfir helstu markmið og áherslur ráðsins og hvatti foreldra til að nýta sér þennan nýja vettvang ef einhverju þarf að koma áleiðis hvort sem það snýr að þjálfun, skipulagi, samskiptum eða öðru. Það má kynna sér betur markmið ráðsins á heimasíðu KR, undir fréttum. Þar má einnig finna nöfn og upplýsingar um fulltrúa í ráðinu.
2. Yfirþjálfaramál
Þorlákur Björnsson kom fyrir hönd Rúnars Kristinssonar og ræddi um yfirþjálfaramál en til stóð að ráða yfirþjálfara yfir yngri flokka starfinu. Yfirþjálfari hefur verið ráðinn hjá yngri flokkum stúlkna en ákveðið var að fara örlítið aðra leið hjá drengjum. Í stað þess að ráða einn þjálfara munu þrír menn skipta á milli sín þessu yfirþjálfarahlutverki. Það eru Rúnar þjálfari meistaraflokks KR, Pétur Pétursson og Stefán íþróttafulltrúi KR. Þar sem þessir menn eru nokkuð vel bókaðir hefur einnig verið tekin ákvörðun um það að fá meistaradeildarleikmenn til þess að mæta á æfingar hjá yngri flokkum og fylgjast með því starfi sem þar er unnið. Reynslan verður svo að sýna hvernig þetta fyrirkomulag hentar og virkar. Ánægja var með þessa hugmynd, enda meistaradeildarleikmenn fyrirmyndir drengjanna.
3. Þjálfun
Þjálfararnir þeir Páll og Hjörvar kynntu sig og fóru yfir sinn feril. Báðir hafa þeir langa reynslu af fótboltaþjálfun, Hjörvar hjá KR og Páll hjá bæði KA og Stjörnunni. Þeir fóru yfir metnaðarfull þjálfunarmarkmið og skipulag æfinga, hlutverk bæði leikmanna (drengjanna), foreldra og þjálfara. Haldið verður námskeið/fyrirlestur um næringarfræði og sálfræði íþrótta (nánar auglýst síðar). Námskeiðið verður ætlað bæði foreldrum og drengjunum sjálfum.
Páll þjálfari kvaðst vilja halda flokknum sem einni heild þ.e. ekki gera greinarmun eftir aldri heldur einungis getu. Það er erfitt núna þar sem þeir æfa ekki saman nema einu sinni í viku. Það hins vegar er verið að skoða hvort hægt verði að sameina fleiri æfingar. Skilyrði er þá að aðstoðarþjálfarar verði til staðar til að aðstoða við æfingar.
Allar tilkynningar hvort sem þær koma frá fulltrúum foreldra eða þjálfurum koma frá sama netfanginu það er 5flokkurkr@gmail.com þangað er einnig hægt að koma ábendingum. Tilkynningar verða einnig settar á bloggsíðu flokksins 5flokkurkr.blog.is. Lögð var áhersla á að allar tilkynningar er vörðuðu flokkinn kæmu frá einu netfangi.
4. Mót
Þau mót sem öruggt er að 5 flokkur muni taka þátt í eru
· Reykjavíkurmót sem hefst um mánaðarmótin febrúar/mars einn leikur í hverri viku
· N1 mót á Akureyri mánaðarmótin júní/júlí
· Íslandsmót spilað einn leikur í einu c.a. einu sinni í viku
Fleiri stór mót sem eru í boði fyrir 5 flokk eru;
· Goðamót Akureyri (febrúar. Var 17-19 feb sl. vetur)
· Olísmót Selfossi (ágúst)
Umræða var um það á fundinum að nóg væri að fara á annað hvort þessara móta. Það þarf hins vegar að taka ákvörðun um hvort KR ætlar að senda lið á Goðamót núna í byrjun nóvember svo sérstakur skráningarpóstur (kanna þátttöku) verður sendur á foreldra. Foreldrar lýstu yfir ánægju með Goðamót og eins var mikil ánægja með Olísmót hjá þeim sem hafa farið á það mót.
5. Fulltrúar foreldra
Ákveðið var að þar sem flokkurinn verður ekki aldurskiptur væri óþarfi að hafa sérsakan fulltrúa fyrir hvort ár. Fulltrúar foreldra sjá um að skipuleggja og halda utan um t.d. fjáröflun, fatnað og annað sem við kemur skipulagningu og undirbúning móta í samráði þá við þjálfara flokksins. Dórabauðst til að vera áfram ásamt Hrefnu og Lovísu. Foreldrar eru hvattir til að senda línu ef þeir hafa áhuga á að starfa með okkur sem fulltrúar foreldra.
6. Fatnaður
Rætt var um fatnað. Hingað til hafa verið keypt flísföt og regngallar frá 66 norður. KR leggur áherslu á að allir flokkar klæðist fatnaði frá NIKE, æfingaagalli sem hingað til hefur verið keyptur í Jóa útherja er merktur NIKE. Hjá eldri flokkum hefur t.d. verið fengið tilboð frá NIKE í allan æfingagallan. Foreldrar lögðu áherslu á að þetta yrði samræmt hjá öllum yngri flokkum. Ákveðið var að Foreldraráð færi í þessa vinnu þ.e. að fá tilboð í fatnað á alla yngri flokkana. Þjálfarar vilja leggja áherslu á að strákarnir mæti í KR fatnaði á æfingar fyrir heildina en keppnistreyjur séu notaðar í leikjum, svo það verði sérstakt að klæðast þeim í leikjum og á mótum.
7. Fjáröflun
Rætt var um fjáröflun og ýmsar hugmyndir ræddar. Mótin eru dýr og ef 5 flokkur ætlar á öll þessi stóru mót er ljóst að allir verða að vera duglegir að safna. Dóra fór yfir fyrirkomulag Búllumóts sem 6.flokkur KR hélt síðastliðinn vetur. Mikil ánægja var með mótið bæði hjá foreldrum gesta og foreldrum KR og ekki síst drengjunum sjálfum. Góð og einföld fjáröflun. Gott fyrir KR að hafa fastan punkt í yngri flokka starfinu. Ákv. var að halda annað Búllumót í vetur þá í samvinnu við 6.flokk. Ákv. verður ein helgi á vorönn þar sem 6.flokkur spilar annan daginn og 5.flokkur hinn daginn. Rætt var um að hafa dósasöfnun jafnvel nokkrum sinnum. Lítið mál og ekkert mál þegar allir taka sig saman. Ákv. var jafnframt að það yrði fyrsta fjáröflun vetrarins og verður hún auglýst síðar. Allar hugmyndir um fjáröflun eru vel þegnar.
8. Annað
Hugmynd kom um númerakerfi á búningum drengjanna. Finnur lýsti fyrirkomulag þess hjá Val. Þar fær hver drengur nr. í upphafi ferilsins og heldur því nr. Hugmynd sem var vel tekið í og ætla fulltrúar foreldra í samvinnu við KR að skoða þetta fyrirkomulag nánar.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið.
Fundargerð ritaði Hrefna Kristín Jónsdóttir
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2013 | 09:42
Foreldrafundur og frí á æfingu
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2013 | 10:11
Breyting á æfingatöflunni
Gerð hefur verið örlítil breyting á æfingatöflunni. Allir leikmenn munu æfa saman á laugardögum í vetur klukkan 12.00. Leikmenn fæddir 2002 eiga því að mæta klukkan 12.00 á laugardögum í stað þess að mæta 13.00 eins og áður hafði verið auglýst.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2013 | 13:40
Æfingar hefjast að nýju
Leikmenn 5. flokks karla tímabilið 2013-2014, það er leikmenn fæddir 2002 og 2003 hefja æfingar þriðjudaginn 17. september.
Æfingatímar veturinn 2013-2014 verða sem hér segir.
Leikmenn fæddir 2003.
Þriðjudagar 17.15-18.15
Miðvikudagar 16.00-17.00
Föstudagar 15.00-16.00
Laugardagar 12.00-13.00
Leikmenn fæddir 2002.
Þriðjudagar 18.15-19.15
Miðvikudagar 17.00-18.00
Föstudagar 16.00-17.00
Laugardagar 12.00-13.00
Sjáumst à æfingu à morgun.
Hjörvar og Páll.
18.8.2013 | 14:13
Vikan 19. ágúst til 25.ágúst.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.8.2013 | 23:23
Vikan 12. - 15. ágúst.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2013 | 12:23
Liðskipan fyrir Olísmótið.
Góðann daginn kæru foreldrar.
Olismótið er núna um helgina og erum við þjálfararnir búnir að raða niður í lið. Við erum að fara með 41 dreng á mótið svo við ákváðum að fara með 5 lið. Því eru 8 í öllum liðum nema einu sem eru 9. Dagskráin fyrir mótið á að koma í kvöld og því mun ég senda þær upplýsingar um leið og ég fæ þær frá Selfossi. Það sem ég veit er að byrjað verður að spila klukkan 14:00 en veit ekki hvaða lið það verður. Það er oft mjög erfitt að raða niður í lið fyrir svona mót, við þjálfararnir eru búnir að ræða okkar á milli um liðsvalið og erum sammála. Við viljum að ákvarðanir okkar séu virtar.
KR 1 : Ómar, Maggi Sím, Hákon, Leifur, Simmi, Veigar Áki (c), Finnur og Mikael Máni.
KR 2 : Snorri (c), Skarphéðinn, Þorgeir, Andri Brodda, Vilhelm, Valdimar, Páll Bjarni og Orri Snær.
KR 3 : Ólafur Snorri, Úlfur, Haukur Steinn, Andri Finns, Róbert (c), Arnar Óli, Birkir og Jakob.
KR 4 : Ellert, Kolbeinn, Ari, Daði, Frosti, Ísak Bjarki, Veigar Már (c), Einar og Hafþór.
KR 5 : Þorsteinn, Jóhannes, Friðrik Kári, Tómas, Kári, Jakub, Ólafur A og Blær (c).
Með bestu kveðju, Haukur Már og Atli Jónasar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2013 | 17:48
Olísmótið - Helstu upplýsingar - Næsta vika.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)