Foreldrafundur mánudaginn 8. nóv

Foreldrafundur 5. flokks KR verður haldinn í félagsheimili KR
mánudaginn nk, 8. nóvember kl. 20:00. Farið verður yfir starf
vetrarins, verkefni komandi tímabils kynnt og foreldraráð myndað

Breyttir æfingatímar

Nýja taflan tekur gildi strax á morgun, mánudag, en annars lítur
taflan svona út:


Mánudagar
14:45 - 15:45 (Allir)

Miðvikudagar
14:45 - 16:30 (Allir)

Föstudagar:
Yngra ár 14:45 - 16:00
Eldra ár 15:45 - 17:00

Fös: Þeir sem fara á handboltaæfingu útí Hagaskóla kl. 17 mæta á fyrri æfinguna.
Bæði þeir sem eru á yngra ári og eldra ári.

Ég veit að það er lítill tími frá því að skólinn klárast og þar til
æfing hefst en strákarnir þurfa bara að skipuleggja daginn. Þannig
geta þeir t.d. tekið með sér aukanesti í skólann auk þess að hafa
takkaskó og annan búnað með sér. Þeir geta þá farið strax útí KR eftir
skóla þar sem það er aðstaða til að borða nesti og klæða sig.

Æfing á morgun þri. 12. okt

Við þurfum að gera smá breytingar á morgun.

Yngra árið æfir frá 15-16 og eldra árið frá 16-17.


Æfingar hefjast á morgun

Fyrsta æfing tímabilsins verður á morgun, miðvikudag.

Æfingatímar næsta vetur hjá 5. fl.

5. flokkur karla | Vetur 2010-2011
Þriðjudagar
Allir15:00 - 16:30 
    
Miðvikudagar
Allir15:00 - 16:30 
    
Föstudagar
Yngra ár15:00 - 16:00 
Eldra ár16:00 - 17:00 
    
Allar æfingar fara fram á gervigrasvelli KR

Við stefnum á að byrja aftur í lok september. Nánari upplýsingar um það þegar nær dregur.


Koma með alla bikara og búninga sem KR á með sér á morgun

Mjög mikilvægt er að þeir sem eru með einhverja bikara frá því í sumar heima hjá sér komi með þá á lokahófið á morgun. Til stendur að taka myndir af strákunum og það er skemmtilegt að hafa bikarana með. Allir bikarar eiga því að koma útí KR á morgun - frá Reykjavíkurmóti, N1-móti, Olísmóti og Íslandsmóti.

Eins eiga allir þeir sem eru með búning frá KR að skila honum á morgun. Allir búningar sem eru með svörtu Nike merki og hvítu númeri á bakinu eru eign KR og þeim þarf að skila.  Um að gera að kíkja ofan í skúffur og inní skápa og athuga hvort að slíku búningur leynist einhvers staðar.

Lokahóf á þriðjudag

Á þriðjudagskvöldið ætlum við að hittast útí KR og horfa á leik Danmerkur og Íslands. Í boði verða pizzur og gos og við vonumst til þess að sjá alla.  Leikurinn hefst kl. 18:15 og ætlum við því að hittast rétt fyrir kl. 18 í félagsheimili KR.

Þið þurfið ekki að koma með neitt sjálfir annað en góða skapið.

Eftir þriðjudaginn förum við svo í frí þangað til í lok september þegar æfingar hefjast að nýju.  Upplýsingar um það koma á bloggið og í tölvupósti.

Ath að það eru engar æfingar fram að lokahófi !


Sunnudagur - Úrslitaleikur B liða

Þeir sem hafa spilað með B-liðinu í úrslitakeppninni eiga að mæta á Reykjavíkurflugvöll kl. 10:45 á sunnudaginn. Þið þurfið að taka með ykkur nesti og 1000 kr. Úrslitaleikurinn gegn Þór fer svo fram kl. 16:30.


Laugardagur 4. sept

Allir leikir á ÍR velli.

C1 mætir kl. 12:20
C2 mætir kl. 12:20

D1 mætir kl. 14:20
D2 mætir kl. 13:00


Föstudagur 3. sept

Æfing kl. 16:00

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband