N1 mótið

Fyrir þá sem ekki fengu tölvupóst frá foreldraráðinu fyrr í sumar þá koma hér upplýsingar um N1 mótið sem gott er að vita.

Kæru foreldrar, 

Nú styttist í N1 mótið á Akureyri. KR stefnir á að fara með 5 lið á mótið í ár. Undirbúningur er í fullum gangi og viljum við, foreldraráðið og þjálfarar, koma eftirfarandi upplýsingum til ykkar. 

  • Borga þarf staðfestingargjald krónur 10.000 fyrir 15. júní á reikning 0111-05-271770 kt. 270861-4159 og láta fylgja með í skýringu nafn drengs. Heildarkostnaður á hvern dreng er 25.000 krónur.
  • 2 liðstjórar þurfa að vera með hverju liði. Þeir sem hafa hugsað sér að bjóða sig fram í liðsstjórn endilega setjið ykkur í samband við foreldraráðið.
  • 2 – 3 aðila þarf í matarnefnd. Á mótinu fá strákarnir morgunmat, hádegis- og kvöldmat þannig að matarnefndin þarf að sjá um léttar hressingar. Áhugasamir gefi sig fram.
  • Strákarnir fá bómullarpeysur merktar með KR merkinu og nafni fyrir mótið. Æskilegt er að strákarnir eigi allir KR gallann (Nike) til þess að klæðast á mótinu. Einnig þurfa allir að eiga KR sokka og KR stuttbuxur.
  • Þar sem fjöldi foreldra er að fara á mótið hefur verið ákveðið að hafa ekki sameiginlega rútu norður og til baka. Foreldrar sjá um að koma strákunum á staðinn. Þetta þýðir að kostnaður fyrir hvern dreng lækkar verulega. Þeir drengir sem fara einir norður verða að skipuleggja far með félögunum.
  • Foreldrafundur verður mánudaginn 23. júní klukkan 18:00

Meðfylgjandi í þessum pósti er skráningarblað sem óskað er eftir að fyllt verði út og skilað inn fyrir 15.júní. Senda má það með tölvupósti á astradur.haraldsson@mandat.is eða eyjolfur@iav.is 

Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við þjálfarana eða foreldraráðið.  

Skráningarblaðið fylgir hér með færslunni.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fá þeir sem fara ekki líka bómullarpeysu

svanberg (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: 5. flokkur KR

Jú það var hugmyndin.

5. flokkur KR, 15.6.2008 kl. 21:44

3 identicon

er bara bómullarpeysa ekkert annað !!?en hvenar fáum við hana ?

Elias (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband