Nokkrar tilkynningar

Heil og sæl öll

Ég vil byrja á að segja að við höfum farið mjög vel af stað í haust og hlökkum við þjálfarar mikið til tímabilsins.

Foreldrafundur:  Fundur verður haldinn fyrir alla foreldra og forráðamenn í 5.flokki karla Miðvikudaginn 12.október klukkan 18:10 í félagsheimili KR og munum við þá kynna starfið á tímabilinu ásamt öðrum kynningum.Heitt verður á könnunni og vona ég að sem allra flestir láti sjá sig.

 

Næstu Laugardagar:   Næstu tvo laugardaga ætlum við að spila innbyrðisleiki í seinni æfingatímanum eða frá 13:30-14:30 og skiptum við því hópnum niður þannig að 6 lið spila núna á laugardag 8.október og svo 4 lið næsta laugardag 15.október hinir sem ekki eru að spila þeir koma á æfingu í fyrri tímanum 12:30-13:30 nöfn þeirra sem spila sitthvorn daginn eru í skjölunum í viðhengi við þessa færslu.Ég vil biðja alla um að mæta í svörtu þann daginn sem þeir spila.Við munum nota þessa leiki til að skoða mismunandi uppstillingar á liðunum,æfa okkur í leikfræði ásamt því að sjálfsögðu að skemmta okkur í fótbolta saman.

 

Vetrarfrí: Vetrarfrí í skólunum verður í kringum 20.október og munum við taka frí Föstudaginn 21.Október og Laugardaginn 22.Október.

 

Vonandi kemst þetta allt til skila og ef það eru einhverjar spurningar þá endilega hafa samband.

KR kveðja Atli s:7878226


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband