3.2.2014 | 09:16
Fatnaður og Goðamót
Ég vil minna á að í dag, 3.febrúar, er síðasti dagur til að panta og greiða fyrir 66°norður fötin, það verður eingöngu pantað fyrir þá sem hafa greitt.
Í viðhengi eru upplýsingar vegna Goðamótsins.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2014 | 08:31
Æfingaleikjum frestað til 11.febrúar
Það hefur verið ákveðið að fresta æfingaleikjunum sem áttu að vera um helgina á Akranesi.
Þess í stað verða æfingaleikir á Gróttuvelli þriðjudaginn 11.febrúar.
A og B lið kl: 17:45
C og D lið kl: 18:30
E lið kl:19:15
Liðin koma seinna
Íþróttir | Breytt 1.2.2014 kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.1.2014 | 15:13
Æfingaleikir sunnudaginn 2.febrúar
Við munum spila æfingaleiki við ÍA í Akraneshöllinni þann 2. feb næstkomandi, frá 9-12.
Nánari tímasetningar og lið koma seinna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2014 | 15:27
Breyttur æfingatími laugardaginn 25.janúar
Við þurfum að breyta æfingatímanum okkar laugardaginn 25.janúar vegna leiks á gervigrasinu.
Æfingin verður milli 11.00 og 12.00, laugardaginn 25.janúar.
Kveðja, þjálfarar
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2014 | 21:33
PÖNTUN Á MERKTUM FATNAÐI FRÁ 66°NORÐUR
Það hafa nokkrir foreldrar spurt um fatnaðinn frá 66°norður, hvort við munum panta þaðan fyrir strákana. Við munum líklega ekki gera aftur svona stóra pöntun fyrir sumarið, svo ég hvet alla sem ætla að fá þennan fatnað á strákana fyrir vorið og sumarið að panta núna.
Við höfum fengið tilboð frá 66° á sama fatnaði og síðastliðin ár.
Rán light jakki (vind- og vatnsheldur renndur jakki) verð 7.830,- Merktur KR og nafni
Rán light buxur (vind- og vatnsheldar buxur) verð 5.530,- Merktar með nafni
Frigg zip neck peysa (Flís peysa) verð 6.705,- Merkt KR og nafni
Frigg tights buxur (Flís buxur) verð 4.810,- ATH ómerktar
Húfakolla með uppá broti verð 2.246,- Merkt KR og nafni
Húfukolla einföld verð 1.870,- Merkt KR og nafni
Stærðirnar eru: 128 140 152 164
Allar flíkurnar eru svartar að lit og eru merkingar bróderaðar í fatnaðinn.
Hægt er að skoða flíkurnar á www.66north.is
Til þess að panta þarf að:
1. Senda eftirfarandi upplýsingar á 5flokkurkr@gmail.com
1. Nafn stráks
2. Hvaða flík /flíkur ætla ég að panta
3. Í hvaða stærð á flíkin að vera
4. Hvaða nafn á að fara á flíkina
5. Nafn greiðanda
2. Greiða inn á reikning: 512 26 2876 kennitala: 280875-3259 fyrir pöntuninni og setja nafn stráks sem tilvísun/skýringu.
ATH það verður eingöngu pantað þegar greiðsla hefur borist!
3. Senda kvittun í tölvupósti um greiðslu á netfangið 5flokkurkr@gmail.com
Fatnaðurinn verður svo afhentur í Frostaskjóli um leið og hann kemur í hús. Síðasti dagur til að ganga frá pöntun og greiða er 3.febrúar 2014.
KR kveðja
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2014 | 15:52
Skráning í Nora
Nú er nýtt innheimtuár að byrja hjá fótboltanum og þá eiga allir iðkendur að skrá sig í ,,Nórakerfið“.
Það er gert rafrænt á heimasíðunni kr.felog.is. Ef vandræði koma upp við srkáningu er best að hafa samband við Mörthu sem er gjaldkeri KR. Hægt er að hafa samband við Mörthu í netfangið martha@kr.is eða í síma 5105314.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2014 | 19:48
Breyttur æfingatími laugardaginn 11.janúar 2014
Vegna fótboltaleikja á gervigrasvellinum breytist aðeins æfingatíminn hjá 5.flokki karla næstkomandi laugardag, þann 11.janúar.
yngra ár (2003) mætir 10:00-11:00 á litla gervigrasið
eldra ár (2002) mætir 11:00-12:00 á litla gervigrasið
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2014 | 20:39
Lokagreiðsla fyrir Goðamótið
Nú er komið að seinni greiðslunni fyrir Goðamótið. Við viljum því biðja ykkur að greiða 8.000 krónur í síðasta lagi föstudaginn 10.janúar 2014.
MUNIÐ AÐ SETJA NAFN DRENGS Í SKÝRINGU!
Reikningsnúmer 512 26 - 2876 kt. 280875-3259
Skráðir strákar eru:
Andri Finnsson, Ari Páll, Arnaldur, Arnar Logi, Aron Bjarki, Aron Nói, Árni Eyþórs, Birkir Blær, Bjartur Máni, Borgþór Örn, Breki, Breki Hrafn, Dagbjartur Óli, Daníel Snær, Eiður, Einar Björn, Einar Z, Friðrik Kári, Grímur Nói, Gunnar Z, Gylfi Blöndal, Haraldur Ingi, Helgi Níels, Hringur, Ísak Elí, Ísak Örn, Ísar Ágúst, Jakub Kuczynski, Jökull Ari, Jökull Bjarkason, Kormákur, Kristján Dagur, Kristján Geir, Kristján Ingi, Magnús Nói, Markús Loki, Róbert Logi, Sigurpáll, Sindri Júlíusson, Sindri Thor, Skírnir Freyr, Snorri Bjarkason Styrkár Jökull, Tómas Z, Tristan Elí, Tryggvi Jökull, Valdimar Daði og Valur Yngvi (48)
Við þurfum að greiða Goðamótsnefndinni öll þátttökugjöldin í síðasta lagi 14.janúar 2014 svo gjaldið hækki ekki.
Slóðin á heimasíðuna er: http://mot.thorsport.is/mot/Frett.aspx?ID=525
KR-kveðja foreldraráð
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2014 | 13:03
Dósasöfnun sunnudaginn 5.janúar 2014, kl. 15-17
GLEÐILEGT ÁR
Nú er komið að næstu dósasöfnun 5.fl.karla sunnudaginn 5.janúar 2014, kl. 15:00-17:00.
Það verður sama fyrirkomulag og síðast svo þeir sem mæta fá hlut í fjáröfluninni, 1 hlut fyrir hvern dreng og 1 hlut fyrir einn fullorðinn sem mætir með þeim.
Við ætlum að hittast aftur hjá Hrefnu og Agli (foreldrum Tristans), Granaskjóli 80, klukkan 15:00, sunnudaginn 5.janúar.
Strákunum verður skipt í hópa og þeir sendir í ákveðnar götur til að safna dósum. Við héldum okkur almennt við Grandana síðast en munum núna fara í Skerjafjörðinn og hinu megin Hringbrautar.
Það er mjög gott ef þeir strákar sem eiga síma geta tekið þá með sér. Það var einn sími í hverjum hóp síðast og þá gátu þeir hringt og látið sækja dósir til sín og haldið áfram.
Hrefna og Egill ætla að geyma dósirnar í bílskúrnum hjá sér og svo verður farið með þær í Sorpu eftir helgina.
KR-kveðja frá fjáröflunarnefnd
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2013 | 11:54
ATH Allir saman á æfingu föstudaginn 20.des.
Á morgun, föstudag, verða allir strákarnir saman á æfingu.
Æfingin byrjar 16:00, engin æfing hjá Pétri.
Þetta er síðasta æfingin fyrir jól, svo sjáumst við aftur þriðjudaginn 7.janúar þegar æfingarnar byrja aftur.
Jólakveðja
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)