Lið á Jólamóti KRR í Egilshöll - 8. desember.

Góða kvöldið kæru foreldrar og leikmenn.

Þá erum við Atli búnir að raða niður í liðin fyrir helgina. Þetta eru stuttir leikir 1 x 12 mínútur og hvert lið spilar 4 leiki.

A, B, C1 og D1 mæta í Egilshöll klukkan 12:00.

C2 og D2 mæta í Egilshöll klukkan 14:30.

A : Snorri (m), Hákon, Magnús Sím, Leifur Örn, Veigar Áki, Sigmundur Nói, Páll Bjarni, Benedikt og Mikael Máni.

B : Finnur Tómas (m), Þorgeir, Skarphéðinn, Róbert, Vilhelm, Arnar Óli, Magnús Daði, Valdimar Daði og Þorri Jökull.

C1 : Ólafur Snorri (m), Haukur, Björn Ingi, Orri, Úlfur, Heiðar, Ísak Örn, Andri Finns og Krummi.

D1: Mikael Jóns (m), Ísak Bjarki, Einar, Magnús Geir, Matti Lewis, Arnaldur, Borgþór, Jóhannes og Tristan Ari.

C2 : Ellert (m), Ómar, Kolbeinn, Veigar Már, Jakob Þór, Frosti, Hafþór, Blær, Sindri og Árni Eyþórs.

D2: Jakub (m), Þorsteinn, Gísli Igor, Dominik, Ólafur A, Tómas, Jakub, Friðrik Kári, Matti Emil og Ómar G.

Með bestu kveðju, Haukur Már og Atli Jónasar.


Skráningafrestur fyrir Jólamót KRR - 8. desember

Sæl kæru foreldrar og leikmenn.

Við þjálfararnir ætlum að setjast niður eftir æfingu á morgun og raða niður í liðin fyrir mótið á laugardaginn. Því viljum við biðja ykkur um að vera búinn að skrá ykkar dreng á mótið fyrir klukkan 17:00, fimmtudaginn 6. desember. Við viljum biðja ykkur um að virða þann skráningarfrest.

Með bestu kveðju, þjálfarar 5. flokks karla.


Jólamót KRR í Egilshöll - 8. desember.

Góðan daginn.

Næsta verkefni hjá okkur í 5. flokknum er Jólamót KRR sem haldið er í Egilshöll laugardaginn 8. desember. Við skráðum 6 lið á mótið og það er búið að raða mótinu niður. Hvert lið spilar 4 leiki, 1 x 12 mín. Mótið stendur frá 12:00 til 18:00 en hvert lið er á mótsstað í cirka tvo klukkutíma. Núna þurfum við að fá skráningu í mótið sem fer bæði fram hér að neðan og á netfang flokksins, 5flokkurkr@gmail.com.

Með bestu kveðju, þjálfarar.


Liðskipan gegn Aftureldingu á morgun.

Góðan daginn leikmenn og foreldrar.

Þá eru liðin klár fyrir leikinn gegn Aftureldingu á morgun. Það eru nokkrir strákar sem við viljum biðja um að spila tvo leiki. Við viljum vekja athygli á því að leikirnir eru spilaðir á gervigrasinu hjá Aftureldingu. Gott væri að strákarnir tækju með sér brúsa og klæða sig eftir veðri og taka með sér KR búninginn.

C1 og C2 byrja að spila klukkan 15:50 og mæting klukkan 15:20.

C1 : Sigurpáll (6.fl) (m), Andri Finns, Matti Lewis, Sindri, Árni Eyþórs, Blær, Arnaldur, Eiður (6.fl) og Aron (6.fl)

C2 : Jakub (m), Mikael Jóns, Dominik, Þorsteinn, Gísli, Ólafur Atla, Tristan Ari, Kári og Jóhannes.

A2 og B2 byrja að spila klukkan 16:30 og mæting klukkan 16:00.

A2 : Finnur (m), Þorgeir, Haukur, Úlfur, Arnar Óli, Róbert, Björn Ingi, Orri og Vilhelm.

B2 : Mikael Jóns (m), Hafþór Bjarki, Veigar Már, Steingrímur, Frosti, Jakob Þór, Magnús Geir, Andri Finns og Blær.

A1 og B1 byrja að spila klukkan 17:15 og mæting klukkan 16:45.

A1 : Snorri (m), Hákon, Leifur, Magnús Símonar, Sigmundur, Benedikt, Páll Bjarni, Mikael Máni og Vilhelm.

B1 : Ólafur Snorri, Andri Brodda, Skarphéðinn, Heiðar, Ómar, Þorri Jökull, Valdimar Daði og Krummi (6.fl)

Við viljum einnig biðja ykkur um að vera í viðbragðsstöðu ef við þyrftum að bæta í liðin, ef þess þarf þyrftum við að fá einhverja til að spila leikinn sem er eftir þeirra leik.

Með bestu kveðju, Haukur Már og Atli.


Æfingaleikur við Aftureldingu - Fimmtudaginn 29. nóvember í Mosó

Góða kvöldið.

Þá er komið að næsta æfingaleik hjá okkur, Villi þjálfari Aftureldingar var að bjóða okkur æfingaleik í Mosfellsbæ næsta fimmtudag, 29. nóvember.

C2 og C1 munu spila klukkan um 15:50, mæting 15:20, líklegast meiri hluti yngra ár sem spilar þar.

B2 og A2 munu spila um klukkan 16:30, mæting 16:00, yngra og eldra árs strákar líklega.

B1 og A1 munu spila klukkan um 17:15, mæting 16:45, yngra og eldra árs strákar líklega.

Núna þurfum við þjálfararnir að fá skráningu í þessa leiki og bið ég strákana um að láta þetta berast til vina þeirra sem eru að æfa því fyrirvarinn er ekki mikill. Skráning fer fram hér á blogginu og á tölvupóstinn okkar. Ég mun láta drengina fá miða á þriðjudaginn og sendi tölvupóst á morgun.

Með bestu kveðju, þjálfarar. 


Liðin á morgun gegn Breiðablik - Fífan

Góðan daginn.

Þá er ég búinn að raða í liðin á morgun. Það er langt frá því að vera góða skráning hjá okkur svo sumir þurfa að spila tvisvar. Mig langar líka að biðja ykkur að spurja þá sem eru ekki skráðir hvort þeir komi, þá þyrftu þeir að láta mig vita hérna á blogginu og ég set þá í lið. Ég vil hvetja ykkur að hafa samband við þá sem eru að spila á sama tíma og þið ef ykkur vantar far í Fífuna.

C1 og C2 mæta ekki seinna en klukkan 15:00, byrjað að spila klukkan 15:20 og búnir klukkan 16:00

C1

Ólafur Snorri (m)
Andri Finns
Þorri
Valdimar
Ísak Örn
Blær
Árni

C2

Jóhannes
Björn Ingi
Kári
Matti
Sindri
Arnaldur

B1 og B2 mæta ekki seinna en 15:40, byrja að spila um 16:00 og búnir um 16:50

B1

Veigar Már
Andri
Heiðar
Þorgeir
Valdimar(yngra)
Þorri(yngra)
Páll Bjarni(m)

B2

Þorbjörn
Magnús Geir
Jakob Þór
Skarphéðinn
Óli Snorri(m)(yngri)
Andri(yngri)
Ísak Örn(yngri)

A1 og A2 mæta ekki seinna en 16:40, byrja að spila um klukkan 17 og búnir rétt fyrir 18.

A1

Veigar Áki
Hákon
Magnús
Leifur
Mikael Máni
Snorri(m)
Páll Bjarni

A2
Finnur
Arnar Óli
Róbert Steinn
Orri Snær
Úlfur
Björn Ingi
Ómar

Kveðja, þjálfarar.


Æfingaleikur í Fífunni - Mánudaginn 12. nóvember

Góða kvöldið.

Hans þjálfari Breiðabliks var að hafa samband við mig og bjóða okkur í æfingaleik. Upphaflega stóð til að þeir kæmu í heimsókn en það breyttist núna í kvöld. Hansi var að skoða veðurspánna fram í tímann og hún er ekki góð svo hann bauð okkur inn í Fífuna næsta mánudag. Það verður spilað í þremur hollum, frá 15-18. Tvö lið, C-lið spila frá 15:20-16:00, tvö lið, B-lið frá 16:00-16:50 og tvö lið A-lið frá 17:00-17:50. CÞetta er þeirra æfingatími og þar sem það er lítið af lausum tímum í höllunum þá er þetta eina úrræðið til að fá æfingaleiki inni.

Til þess að við þjálfararnir getum raðað í lið þurfum við að fá skráningu í leikina og það helst sem fyrst. Við viljum vera búnir að raða í lið svo að við og þið foreldrar getum skipulagt okkur. Þið getið annaðhvort skráð ykkur hér á blogginu eða í gegnum netfang flokksins, 5flokkurkr@gmail.com.

Með bestu kveðju, Haukur Már og Atli.


Morgunnámskeið

Líkt og undanfarin ár verður boðið upp á þriggja vikna morgunnámskeið í knattspyrnu fyrir leikmenn 5. og 4. flokks, drengja og stúlkna hjá KR í vetur. Æft verður tvo morgna í viku og skráning á námskeiðið er hafin. Námskeiðið hefst mánudaginn 12. nóvember. Verð er 8.000 kr. og innifalið eru sex æfingar og morgunmatur alla dagana.

Nánari upplýsingar í viðhengi 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Engin æfing í dag.

Góðan daginn.

Vegna ofsaveðurs höfum við ákveðið að fresta æfingunni í dag. Ef það verður svipað veður á morgun þá verður heldur ekki æfing, hvorki boltar, keilur né mörkin halda í þessum vindi. Ef veðrið skánar þá verður sameiginleg æfing á morgun, eldra og yngra árið saman frá klukkan 12-13. Ég er búinn að hafa samband við alla grunnskólana og biðja þá um að koma þessum skilaboðum á framfæri.

Með bestu kveðju, Haukur Már. 


Foreldrafundur

Góðann daginn.

Við sendum miða heim með strákunum í gær um foreldrafund sem verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 20. Fundur verður haldinn í félagsheimilinu út í KR. Dagskrá fundarins eru þau mót sem eru í boði á tímabilinu sem og að foreldrar geta rætt fjáraflanir fyrir mót tímabilsins. Einnig verður auglýst eftir foreldrum í foreldraráð flokksins sem munu vinna að fjáröflunum og utan um hald við þau mót sem við förum á.

Með bestu kveðju, Haukur Már.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband