8.2.2008 | 20:57
Laugardagurinn 8. febúar
Ef veðrið á morgun verður eitthvað í líkingu við það sem er núna er ykkur frjálst að halda ykkur heima. Þeir sem vilja mæta eru hinsvegar velkomnir útá gervigras.
Lengdin á æfingunni fer svo eftir veðri.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2008 | 19:45
Engin æfing á morgun
Bæði er veðurspáin ekki mjög vænleg til knattspyrnuiðkunnar (-10° og rok) og auk þess þekur frosið snjólag stærstan hluta vallarins.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.1.2008 | 22:50
Markmannsæfing
ATH.
Við höfum ekki fengið tilkynningu um að markmannsæfingin á morgun falli niður en þar sem Stefán Logi og meistaraflokkur var að spila í Fjarðabyggð í kvöld verður hann líklega ekki kominn í bæinn fyrir æfinguna sem átti að vera á morgun. Auk þess eru vallaskilyrði afar slæm.
Þess vegna reiknum við fastlega með því að það verði engin markmannsæfing í fyrramálið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2008 | 17:58
Laugardagsæfing
Við þjáfararnir munum vera úti á gervigrasi með bolta fyrir þá sem vilja koma og taka stutta æfingu en þeir sem frekar vilja vera heima mega það einning.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.1.2008 | 21:57
Fimmtudagur 17. janúar
Eins og áður hefur komið fram er ekki tækniæfing á morgun.
Næsta æfing er því á laugardaginn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.1.2008 | 16:09
Markmannsæfingar
Þær verða svo í framhaldinu annan hvern sunnudag frameftir vetri. Það er mæting á morgun kl. 11 þar sem þið hittið Stefán í andyri KR og farið svo út.
Allir markmenn flokksins eru boðaðir á þessar æfingar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2008 | 21:41
Næsta æfing
Sælir drengir og gleðilegt ár.
Við byrjum að æfa aftur á laugardaginn næstkomandi - 5. janúar. Æfingin verður á sama tíma og fyrir áramót. 12:30 á gervigrasinu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.12.2007 | 22:28
Jólafrí
Í dag var síðasta æfingin okkar á þessu ári og tekur nú við jólafrí fram í janúarbyrjun.
Vonumst við til að allir hafi það gott um jólin og hvetjum ykkur um leið til að vera duglegir að æfa ykkur sjálfir eins og þið getið.
Eigið þið góð jól og við sjáumst sprækir fljótlega eftir áramót.
Mummi, Dóri og Danni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.12.2007 | 22:00
Jólamót KRR 2007 - Dagskrá
Eins og fyrr hefur komið fram spilum við á Jólamóti KRR í Egilshöll á sunnudaginn næsta.
Samkvæmt reglum mótsins þá spila árgangar gegn hvor öðrum og munum við senda tvö eldra árs lið til keppni og þrjú yngra árs lið. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að það eru fleiri strákar að æfa á yngra ár. Hvert lið leikur þrjá leiki og er leiktíminn 1 x 12 mínútur. Leikið er á 1/4 af heilum velli.
Raðað hefur verið niður í lið og hér að neðan má sjá liðskipun og dagskrá hvers liðs.
Eldra ár | Eldra ár | |
A - lið | B - lið | |
Baldvin | Elfar | |
Heiðar | Dagur | |
Jón Gunnar | Egill Þór | |
Júlí | Jón Kristinn | |
Leifur | Reynir | |
Orri | Siggeir | |
Pétur | Siggi | |
Tómas | Sindri Geir | |
Tryggvi | Teitur | |
Viðar | Þorfinnur | |
18:30 Fjölnir - KR | 19:30 Fjölnir - KR | |
19:00 KR - Þróttur | 20:00 KR - Þróttur | |
20:15 Fylkir - KR | 20:30 Fylkir - KR |
Mæting í síðasta lagi 30 mínútum fyrir fyrsta leik !
Yngra ár | Yngra ár | Yngra ár | ||
A - lið | B - lið | C - lið | ||
Albert | Andri Pétur | Alex Máni | ||
Anton | Egill Ástráðs | Andri Már | ||
Ari | Guðmundur Óli | Dofri | ||
Bergþór | Gunnar Trausti | Egill Snær | ||
Bjarni | Svanberg | Kristján | ||
Eyjólfur | Teddi | Rökkvi | ||
Helgi | Viktor | Sindri | ||
Ólafur Óskar | Þórir | Theodór Árni | ||
(Bjarki) | Eiríkur | Sigurður Bjartmar | ||
16:15 Fjölnir - KR | 16:30 Fjölnir - KR | 16:45 Fjölnir - KR | ||
17:00 KR - Fylkir | 17:15 KR - Fylkir | 17:30 KR - Fylkir | ||
17:45 Þróttur - KR | 18:00 Þróttur - KR | 18:15 Þróttur - KR |
Mæting í síðasta lagi 30 mínútum fyrir fyrsta leik !
Þeir sem eiga KR búning mega mæta með hann. MJÖG mikilvægt er einnig að allir mæti með svartar stuttbuxur og sokka auk legghlífa. Helst eiga stuttbuxur og sokkar að vera frá NIKE en þeir sem eiga ekki svoleiðis geta notast við svartar einlitar stuttbuxur og sokka.
Í vor og sumar mun svo verða farið fram á að allir iðkendur eigi NIKE vörurnar og því kannski ágætt að fjárfesta í slíku núna. Þetta fæst í KR-búðinni og er mjög hentugt í jólapakkann eða fyrir jólasveininn.
Ef það eru einhverjar spurningar eða athugasemdir þá minnum við á e-mailið okkar 5flokkurkr@gmail.com
Íþróttir | Breytt 15.12.2007 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.12.2007 | 18:53
Fimmtudagsæfing
Æfingin á morgun verður í B - sal kl. 16:20. Frjáls mæting.
Íþróttir | Breytt 13.12.2007 kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)