Páskarnir

Tökum stutt páskafrí frá fimmtudeginum 20. mars og fram til miðvikudagsins 26. mars.

Sem þýðir að dagskráin næstu daga lítur svona út:

Mánudagur 17.3: Æfing
Miðvikudagur 19.3: Æfing
Fimmtudagur 20.3: Frí
Laugardagur 22.3: Frí
Mánudagur 24.3: Frí
Miðvikudagur 26.3: Æfing

Í framhaldinu munum við svo endurskoða laugardagstímana okkar. Það er mikið um leiki á vellinum á þessum tíma og er líklegra en ekki að við þurfum að hreyfa eitthvað við þeim.
En það kemur allt í ljós seinna.


Laugardagur 15. mars

Æfingin á morgun, laugardag er á hefðbundnum tíma 12:30 og verðum við líklega á litla gervigrasinu.


10:00 í fyrramálið.

Við vorum að frétta það rétt í þessu að 2.flokkur er að spila í Reykjavíkurmótinu kl. 13:00 á morgun á KR velli.  Þar af leiðandi verðum við aftur að færa æfinguna okkar til. kl. 10.

Semsagt Laugardagurinn 8. mars kl. 10:00

Reykjavíkurmótið

LeikdagurLeikurVöllurA-liðB-liðC-liðD-lið
       
lau. 29. mar. 08Valur - KREgilshöll15:0015:5016:4017:30
sun. 06. apr. 08KR - Víkingur R.KR-völlur10:0010:5010:0010:50
lau. 12. apr. 08Þróttur R. - KRLaugardalur14:0014:5014:0014:50
sun. 20. apr. 08KR - FramKR-völlur10:0010:5010:0010:50
fim. 24. apr. 08KR - Leiknir R.KR-völlur10:0010:5010:0010:50
sun. 27. apr. 08Fylkir - KRFylkisvöllur10:0010:5010:0010:50
fim. 01. maí. 08KR - FjölnirKR-völlur10:0010:5010:0010:50
lau. 10. maí. 08ÍR - KRÍR-völlur10:0010:5010:0010:50
lau. 17. maí. 08KR - Fjölnir 2KR-völlur10:0010:5010:0010:50
 
D1 og D2   
    
LeikdagurLeikurVöllurTími
    
sun. 30. mar. 08Þróttur R. 2 - KRLaugardalur11:40
sun. 06. apr. 08KR 2 - Þróttur R. 2KR-völlur11:40
lau. 12. apr. 08Þróttur R. - KRLaugardalur15:40
sun. 20. apr. 08KR 2 - Þróttur R.KR-völlur11:40
fim. 24. apr. 08KR - KR 2KR-völlur11:40
sun. 27. apr. 08Fylkir - KRFylkisvöllur11:40
fim. 01. maí. 08KR 2 - FylkirKR-völlur11:40
fim. 01. maí. 08KR - FjölnirKR-völlur11:40
lau. 10. maí. 08Fjölnir - KR 2Fjölnisvöllur13:20

Miðvikudagur

Æfing á venjulegum tíma á morgun 15:30.

Fyrir markmenn þá reiknum við svo með Stefáni Loga kl. 16:00.


Heimaverkefni

Nú er orðið svolítið síðan við settum inn myndbandið af V-hreyfingunni hans Puskas og eru allir væntanlega orðnir snillingar í því.  Annars er enn hægt að skoða myndbandið hérna.

Nú er það hinsvegar önnur og enn meira krefjandi hreyfing sem þið getið spreytt ykkur á utan æfinga.  Það er brasilískur kappi, Rivelino sem fyrst kom fram á sjónarsviðið með þessa hreyfingu fyrir meira en 40 árum en margir tengja hana þó frekar við annan Brasilíumann sem er að spila í dag.

Hér að neðan koma svo tvö myndbönd af Ronaldinho að gera hreyfinguna sem oft er kölluð Flip-Flap og felst í því að nota utanfótarsnertingu til að færa boltann aðeins til hliðar en kippa honum svo snöggt með sér innanfótar í hina áttina. Mikilvægt er að beygja sig vel í hnjánum og hreyfa fæturnar hratt.



Hér er svo smá syrpa þar sem má sjá fleiri nota hreyfinguna til að plata varnarmenn uppúr skónum.

Miðvikudagur

Æfing á hefðbundnum tíma á morgun. Stefán Logi kemur svo kl. 16 og verður með markmannsæfingu fyrir þá sem hafa áhuga á því.


Markmannsæfingar

Breytt fyrirkomulag á markmannsæfingum - nú kemur Stefán Logi til okkar á æfingar.

Hann kemur líklegast á miðvikudögum og mundi helst vilja byrja kl. 15:00 sem er hálftíma áður en æfingin sjálf byrjar.  Þess vegna þarf ég að fá að vita hjá ykkur markmönnum hvort þið komist kl. 15:00 á miðvikudögum.  Þið getið látið vita hér á síðunni eða á æfingu á mánudaginn.


3. sæti í Futsal

5. flokkur KR tók um helgina þátt í úrslitakeppni Íslandsmótisins innanhúss en í ár var í fyrsta skiptið á Íslandi leikið eftir Futsal reglum sem notaðar eru víða um heim.


Við lékum í riðli með Leiftri, Vestfjörum og Gróttu en í hinum riðlinum voru Breiðablik, Keflavík, Sindri og ÍBV.  Tvo efstu liðin í hvorum riðli komust svo í undanúrslit.


Fyrstu tveir leikirnir sem voru gegn Vestfjörðum og Leiftri þróuðust mjög svipað, strákarnir spiluðu góða vörn og gáfu fá færi á sér en áttu hinsvegar í vandræðum með að skora enda Futsal boltarnir oft erfiðir við að eiga.  Markatalan eftir tvo leiki því 0:0 og 2 stig komin í hús.  Síðasta leikurinn í riðlinum var svo gegn Gróttu sem höfðu unnið báða sína leiki og voru því komnir áfram en ljóst var að við þyrftum sigur til að komast í undanúrslitin.


Leikurinn við Gróttu byrjaði svo líkt og hinir tveir - fá marktækifæri og bæði lið spiluðu góðan varnarleik.  Staðan 0:0 í hálfleik og ljóst að við þyrftum a.m.k. eitt mark. Því varð lögð meiri áhersla á sóknarleikinn þegar leið á seinni hálfleikinn og uppskárum við mark 3 mínútum fyrir leikslok þegar Tómas skoraði laglega framhjá markmanni Gróttu.  Eftir þetta fengum við fleiri færi til að bæta við mörkum en lokatölur 1:0 og ljóst var að við myndum mæta Breiðablik í undanúrslitum en þeir höfðu unnið alla sína leiki til þessa.


Undanúsltaleikurinn gegn Breiðablik byrjaði svo illa.  Við lentum 1:0 undir strax í byrjun og fljótlega bættu þeir við öðru marki.  Eftir það virtist svo að við værum vaknaðir og byrjuðum að spila fínan fótbolta - sköpuðum okkur nokkur færi en mörkin létu enn á sér standa. Lokatölur 2:0 fyrir Breiðablik sem endaði svo á að vinna mótið taplausir eftir 2:0 sigur á Gróttu í úrslitaleik.


Síðasti leikur okkar í mótinu og jafnframt sá allra besti var svo gegn Keflavík í leik um 3. sætið.
Svo virðist sem losað hafi verið um eitthvað smá stress eftir leikinn við Breiðablik og gegn Keflavík var spilamennskan mjög góð - menn voru tilbúnir að taka boltann niður og spila honum vel á milli sín auk þess sem að allir sýndu frábæra baráttu. 
Þetta skilaði sér í góðum 3:1 sigri og 3. sæti í Íslandsmótinu innanhúss 2008 af þeim 30 liðum sem tóku þátt í þessu fyrsta Futsal móti 5. flokks. 


Mörk KR í mótinu skoruðu þeir Tómas 2, Júlí og Albert en auk þeirra léku Leifur, Orri, Tryggvi, Eyjólfur, Anton, Bjarki, Elías, Viðar og Baldvin.


IMG_0384


Fimmtudagur

Engin tækniæfing fimmtudaginn 14. feb. Næsta æfing kl. 12:30 á laugardaginn.

Sjáumst hressir þá.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband